Athafnamaðurinn Þórir Kjartansson hefur ásamt félaga sínum, Arnari Þórissyni, byggt upp viðskiptaveldi undir hatti Íslenskrar fjárfestingar frá aldamótum. Þeir fást við fasteignaþróun, en eiga einnig ferðaskrifstofuna Kilroy, sportvöruverslunina Útilíf og hafa komið að rekstri hjúkrunarheimilisins í Sóltúni, svo eitthvað sé nefnt.
Þeir eiga félagið Vinabyggð, sem í samstarfi við Kópavogsbæ kom að skipulagi reits 13 á Kársnesi undanfarin ár. Vinabyggð átti hluta fasteignanna á lóðinni þar til félagið seldi þær til félagsins Fjallasólar á síðasta ári fyrir 1,5 milljarða króna.
Í samtali við Heimildina vísar Þórir því á bug að Vinabyggð hafi fengið að sitja í bílstjórasætinu við skipulagningu reitsins og segir enn fremur að það hafi ekki haft nokkur áhrif á þá afgreiðslu sem Vinabyggð hefur fengið hjá Kópavogsbæ að hann og fyrrverandi bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, hafi verið vinir í þrjátíu ár. Ef eitthvað er, segir hann, hafi vinskapur þeirra flækt …
Athugasemdir