Tvisvar sinnum í viku hittast konur víða að úr heiminum á saumanámskeiði á vegum Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Þær sauma, hekla, spjalla og fræðast um íslenskt samfélag. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera staddar fjarri heimalöndum sínum.
Nú er kvíði í hópnum. Stór hluti hans samanstendur af konum sem bíða þess að kærunefnd útlendingamála úrskurði um hælisumsóknir þeirra og þær óttast að niðurstaðan verði þeim ekki í hag. Þær hafa séð í fréttum hvað gerist 30 dögum eftir að fólki er neitað um alþjóðlega vernd. Þær hafa séð það gerast við konur sem þær þekkja, konur sem mæta á saumanámskeiðið.
Þær missa alla opinbera þjónustu, jafnvel þó að þær séu ekki með gild ferðaskilríki og komist því ekki héðan. Þær verða skyndilega heimilislausar og þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka eða einstaklinga …
Athugasemdir