Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum

Von­ir standa til þess að skýrsla starfs­hóps sem mat­væla­ráð­herra skip­aði í sum­ar um hval­veið­ar komi út í vik­unni. Ákvörð­un ráð­herra varð­andi áfram­hald veið­anna mun í kjöl­far­ið liggja fyr­ir.

Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum
Skot í myrkri Meðal þess sem fram kom í eftirlitsskýrslu MAST í vor var að margar langreyðanna sem veiddar voru í fyrrasumar hafi verið skotnar margsinnis áður en þær drápust. Dauðastríðið gat tekið margar klukkustundir og eftirför fram í myrkur.

„Stefnt er að útgáfu skýrslu í þessari viku um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum,“ segir Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, í skriflegu svari til Heimildarinnar um hvenær von sé á ákvörðun um framhald hvalveiða hér við land. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í júní reglugerð um tímabundna stöðvun veiðanna eftir að fagráð um velferð dýra hafði komist að því að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum, þ.e. notkun sprengiskutla, samræmist ekki lögum um velferð dýra. Veiðibannið gildir út ágúst.

Dúi segir að útgáfa skýrslunnar miðist að sjálfsögðu við það að starfshópurinn sem að henni vinni skili henni af sér fyrir vikulok.

Spurður hvort að Hvalur hf. hafi skilað einhverjum gögnum um breytingu eða bætur á áformuðum veiðiaðferðum segir hann að starfshópurinn hafi fundað með fulltrúum fyrirtækisins til að afla upplýsinga. Einnig hafi hópurinn leitað til sérfræðinga á „þessu sviði,“ segir Dúi. Í hópnum sitja fulltrúar ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Fiskistofu.

„Ákvörðun ráðherra varðandi hvalveiðar á þessu ári mun liggja fyrir í mánuðinum.“

Leyfi Hvals hf. til hvalveiða, sem gefið var út 2019 gildir út árið 2023.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár