Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum

Von­ir standa til þess að skýrsla starfs­hóps sem mat­væla­ráð­herra skip­aði í sum­ar um hval­veið­ar komi út í vik­unni. Ákvörð­un ráð­herra varð­andi áfram­hald veið­anna mun í kjöl­far­ið liggja fyr­ir.

Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum
Skot í myrkri Meðal þess sem fram kom í eftirlitsskýrslu MAST í vor var að margar langreyðanna sem veiddar voru í fyrrasumar hafi verið skotnar margsinnis áður en þær drápust. Dauðastríðið gat tekið margar klukkustundir og eftirför fram í myrkur.

„Stefnt er að útgáfu skýrslu í þessari viku um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum,“ segir Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, í skriflegu svari til Heimildarinnar um hvenær von sé á ákvörðun um framhald hvalveiða hér við land. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í júní reglugerð um tímabundna stöðvun veiðanna eftir að fagráð um velferð dýra hafði komist að því að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum, þ.e. notkun sprengiskutla, samræmist ekki lögum um velferð dýra. Veiðibannið gildir út ágúst.

Dúi segir að útgáfa skýrslunnar miðist að sjálfsögðu við það að starfshópurinn sem að henni vinni skili henni af sér fyrir vikulok.

Spurður hvort að Hvalur hf. hafi skilað einhverjum gögnum um breytingu eða bætur á áformuðum veiðiaðferðum segir hann að starfshópurinn hafi fundað með fulltrúum fyrirtækisins til að afla upplýsinga. Einnig hafi hópurinn leitað til sérfræðinga á „þessu sviði,“ segir Dúi. Í hópnum sitja fulltrúar ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Fiskistofu.

„Ákvörðun ráðherra varðandi hvalveiðar á þessu ári mun liggja fyrir í mánuðinum.“

Leyfi Hvals hf. til hvalveiða, sem gefið var út 2019 gildir út árið 2023.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár