Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum

Von­ir standa til þess að skýrsla starfs­hóps sem mat­væla­ráð­herra skip­aði í sum­ar um hval­veið­ar komi út í vik­unni. Ákvörð­un ráð­herra varð­andi áfram­hald veið­anna mun í kjöl­far­ið liggja fyr­ir.

Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum
Skot í myrkri Meðal þess sem fram kom í eftirlitsskýrslu MAST í vor var að margar langreyðanna sem veiddar voru í fyrrasumar hafi verið skotnar margsinnis áður en þær drápust. Dauðastríðið gat tekið margar klukkustundir og eftirför fram í myrkur.

„Stefnt er að útgáfu skýrslu í þessari viku um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum,“ segir Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, í skriflegu svari til Heimildarinnar um hvenær von sé á ákvörðun um framhald hvalveiða hér við land. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í júní reglugerð um tímabundna stöðvun veiðanna eftir að fagráð um velferð dýra hafði komist að því að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum, þ.e. notkun sprengiskutla, samræmist ekki lögum um velferð dýra. Veiðibannið gildir út ágúst.

Dúi segir að útgáfa skýrslunnar miðist að sjálfsögðu við það að starfshópurinn sem að henni vinni skili henni af sér fyrir vikulok.

Spurður hvort að Hvalur hf. hafi skilað einhverjum gögnum um breytingu eða bætur á áformuðum veiðiaðferðum segir hann að starfshópurinn hafi fundað með fulltrúum fyrirtækisins til að afla upplýsinga. Einnig hafi hópurinn leitað til sérfræðinga á „þessu sviði,“ segir Dúi. Í hópnum sitja fulltrúar ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Fiskistofu.

„Ákvörðun ráðherra varðandi hvalveiðar á þessu ári mun liggja fyrir í mánuðinum.“

Leyfi Hvals hf. til hvalveiða, sem gefið var út 2019 gildir út árið 2023.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár