Andri Þór Guðmundsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, greiddi um 140 milljónir króna í skatta á síðasta ári, af tekjum upp á 591 milljón króna. Það setur Andra í 24. sæti yfir þá Íslendinga sem hæsta greiddu skattana fyrir árið 2022 og í sjötta sæti yfir skattakónga Reykjavíkur. Andri, sem einnig var á hátekjulistanum á síðasta ári, hækkar töluvert á listanum, þannig var hann í 22. sæti í Reykjavík í fyrra. Einkum eru það hærri fjármagnstekjur á síðasta ári sem gera það að verkum en tekjuskattsgreiðslur Andra og útsvarsgreiðslur drógust saman milli ára.
Spurður hvernig fjármunirnir sem standa að baki fjármagnstekjum Andra séu til komnir svarar hann því til að í júní í fyrra hafi Ölgerðin haldið almennt hlutafjárútboð. Í því hafi allir hluthafar fyrirtækisins skuldbundið sig til að selja jafnan hlut í sínum bréfum, þar á meðal Andri. „Af þessu leiða hærri fjármagnstekjur mínar.“
Þú greiðir …
Einstaklingur sem greiddi 1.4 milljón í skatta af 5.9 milljóna tekjum þættist sleppa billega.