Samkvæmt nýlegri könnun á viðhorfum Íslendinga til ójafnaðar og félagslegs réttlætis voru 80% svarenda sammála þeirri fullyrðingu að ójöfnuður á Íslandi viðhaldist vegna þess að „hinir ríku og valdamiklu hagnist á honum,“ sem sagt langflestir.
Þegar fólki var hins vegar boðið að svara því hvort þeir væru sammála þeirri fullyrðingu að ójöfnuður viðhaldist vegna þess að „venjulegt fólk taki ekki höndum saman um að útrýma honum“ voru svörin aðeins önnur. Tæplega helmingur svarenda var sammála henni, enda segir Jón Gunnar Bernburg, annar tveggja rannsakenda, að um tvær ólíkar fullyrðingar sé að ræða og þá tvær ólíkar mælingar.
Sú fyrri, að ójöfnuður viðhaldist vegna þess að þeir ríku og valdamiklu hagnist á honum, gerir ráð fyrir geranda og hinn þolanda í því samhengi að hinir ríku aðhafist til þess að viðhalda ákveðnu fyrirkomulagi og almenningur aðhafist ekki til að koma í veg fyrir það. Sigrún segir að það að meiri dreifing …
Athugasemdir