„Ja, þú segir tíðindin,“ svarar Þorsteinn H. Guðbjörnsson á Suðureyri, þegar blaðamaður tilkynnir honum að hann sé skattakóngur Vestfjarða fyrir árið 2022. Þorsteinn greiddi á síðasta ári 95,4 milljónir króna í skatta, því sem næst allt í fjármagnstekjuskatt, enda hann hættur að vinna. Þorsteinn nýtti sér ákvæði um að þeir sem hefðu verið á sjó í yfir 25 ár gætu hafið töku lífeyris fyrr en ella, fyrir fjórum árum þegar hann var 62 ára.
Fjármagnstekjur Þorsteins eru tilkomnar eftir sölu á fiskveiðikvóta sem fylgdi bátnum Berta G. Útgerðina höfðu Þorsteinn og faðir hans, Guðbjörn Kristmannsson, rekið um árabil en Guðbjörn lést árið 2019. Ástæðan fyrir sölunni á kvótanum í fyrra og á bátnum, sem Þorsteinn seldi ekki fyrr en á þessu ári, var ekki sú að hans sögn að hann hefði endilega viljað hætta í útgerð heldur að það hafi verið nauðsynlegt til að ganga frá erfðamálum eftir að faðir …
Athugasemdir (1)