Anna J. Hallgrímsdóttir, fyrrverandi skógarbóndi, hafði alls tæpar 109 milljónir króna í tekjur á síðasta ári og er því í 295. sæti hátekjulistans. „Jæja, já. Ég er bara mjög fúl yfir því,“ svaraði hún er blaðamaður tilkynnti henni að hún væri á þessum stað á listanum.
Af hverju?
„Af því að ég missti manninn minn og neyddist til að selja jörðina mína og fékk skattaálagningu fyrir sölu á jörðinni sem tekjuskatt, en ekki neinn annan skatt. Það varð nú ekki til þess að bæta ofan á erfiðleikana á heimilinu, að fá 50 milljóna króna skattaálagningu. Ég er bara mjög fúl yfir þessu öllu saman, en fæ ekki roð við reist. Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég er þarna inni núna [á listanum].“
Hvaða jörð áttuð þið hjónin?
„Við áttum Hamar í Þverárhlíð.“
Voruð þið í skógrækt þar?
„Já, einmitt. Þetta átti að verða elliheimilið okkar. Þegar aðrir …
Athugasemdir (1)