„Ég vil helst sem minnst um þetta segja allt,“ sagði Sveinn Ari Guðjónsson, annar tekjuhæsti Íslendingurinn þetta árið, í samtali við Heimildina. Sveinn deilir raunar öðru sætinu með eiginkonu sinni, Sólnýju, einu Pálsbarnanna í Grindavík sem kennd eru við fjölskyldufyrirtækið Vísi. Hinar háu tekjur Sveins eru því ekki síst vegna 3,2 milljarða króna fjármagnstekna sem þau hjónin fengu í sinn hlut þegar Vísir var seldur. Sveinn og Sólný búa í Grindavík ásamt börnum sínum. Sveinn hefur starfað í fjölda ára hjá útgerðinni Vísi og sinnt þar flestum störfum, nú síðast við markaðs- og sölumál. Lífið enda er og hefur að vissu leyti verið saltfiskur hjá Sveini, frá því hann fór að stafla flöttum þorski í stæður heima á Breiðdalsvík fyrir fermingu.
„Ég er búinn að vinna í fiski síðan ég var tólf ára og sé ekki fram á að geta …
Athugasemdir