Þorlákur Marteinsson greiddi alls tæpar 226 milljónir króna í skatta á síðasta ári, sem gerir hann að öðrum hæsta skattgreiðanda Hafnarfjarðar og setur hann í þrettánda sæti yfir þau sem hæsta skatta greiddu á landinu öllu árið 2022. Stærstur hluti skattgreiðslna Þorláks voru fjármagnstekjuskattar, alls tæpar 224 milljónir króna, sem eru að mestu tilkomnar vegna sölu á fyrirtæki Þorláks, Verkfærasölunni, sem Rubix Ísland keypti á síðasta ári.
„Jú, þakka þér fyrir,“ svaraði Þorlákur þegar blaðamaður Heimildarinnar byrjaði samtalið á að óska honum til hamingju með velgengnina á síðasta ári í tekjulegu tilliti. Aðspurður um hvernig það slægi hann að vera nú meðal efsta fólks á lista yfir skattakónga og -drottningar Íslands svaraði Þorlákur: „Þetta er bara lífið. Ég hef alltaf borgað mikla skatta, þannig lagað.“
Og ekki talið það eftir þér, eða hvað?
„Nei, nei, maður vill bara hafa góða sjúkrahúsþjónustu. Sem er hins vegar ekki til staðar.“
Nei, …
Athugasemdir