Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telja sér óheimilt að veita flóttafólkinu fjárhagsaðstoð

Sveit­ar­fé­lög­um er hvorki heim­ilt né skylt að veita flótta­fólki sem vís­að hef­ur ver­ið úr þjón­ustu rík­is­ins fjár­hags­að­stoð. Þetta er nið­ur­stað­an í minn­is­blaði sem Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tók sam­an.

Telja sér óheimilt að veita flóttafólkinu fjárhagsaðstoð
Vísað úr þjónustu Tugum fólks sem hingað hefur leitað alþjóðlegrar verndar hefur verið vísað úr þjónustu ríkisins. Sveitarfélögin telja sér hvorki heimilt né skylt að veita fólkinu fjárhagsaðstoð. Mynd: Alma Mjöll

Enginn vafi leikur á því að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að lögfesting á nýju ákvæði í útlendingalögum, um að heimilt sé að vísa fólki úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á alþjóðlegri vernd, myndi hafa tilteknar afleiðingar í för með sér. Því hefði verið nauðsynlegt að afmarka fyrir fram með hvaða hætti þjónusta gagnvart umræddum hópi færi fram, segir í minnisblaði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. 

Í minnisblaðinu er eftirfarandi álitaefni lagt til grundvallar:

„Er sveitarfélögum heimilt eða skylt að veita útlendingi fjárhagsaðstoð á grundvelli 15. gr. félagsþjónustulaga sem fengið hefur synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd eftir að 30 daga biðtíma lýkur skv. 8. mgr. 33. gr. útlendingalaga nr. 80/2016.“

Niðurstaða sambandsins er nei. Sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins fjárhagsaðstoð á grundvelli félagsþjónustulaga. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár