Enginn vafi leikur á því að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að lögfesting á nýju ákvæði í útlendingalögum, um að heimilt sé að vísa fólki úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á alþjóðlegri vernd, myndi hafa tilteknar afleiðingar í för með sér. Því hefði verið nauðsynlegt að afmarka fyrir fram með hvaða hætti þjónusta gagnvart umræddum hópi færi fram, segir í minnisblaði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman.
Í minnisblaðinu er eftirfarandi álitaefni lagt til grundvallar:
„Er sveitarfélögum heimilt eða skylt að veita útlendingi fjárhagsaðstoð á grundvelli 15. gr. félagsþjónustulaga sem fengið hefur synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd eftir að 30 daga biðtíma lýkur skv. 8. mgr. 33. gr. útlendingalaga nr. 80/2016.“
Niðurstaða sambandsins er nei. Sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins fjárhagsaðstoð á grundvelli félagsþjónustulaga. …
Athugasemdir