Á síðustu árum hafa ýmsir hluthafar laxeldisfyrirtækjanna sem orðið hafa til á Íslandi selt sig út úr greininni með miklum hagnaði. Þessi þróun hélt áfram árið 2022. Þá seldu stórir hluthafar í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði sig út úr félaginu þegar stórútgerðin Síldarvinnslan á Norðfirði kom inn sem hluthafi. Síldarvinnslan keypti 34,2 prósent hlut fyrir 13,7 milljarða króna.
Stærsti hluthafinn sem seldi sig út úr Arctic Fish á þessum tíma var fyrirtæki pólska kaupsýslumannsins Jerzy Malek á Kýpur. Þetta félag seldi 28,56 prósenta hlut fyrir 11,4 milljarða króna. Þessir fjármunir fóru beint úr landi til kýpversks félags Jerzy Malek, Bremesco Holding Limited, sem hagnaðist vel á fjárfestingunni í Arctic Fish. Malek hefur áralanga reynslu af fjárfestingum í sjávarútvegi í Evrópu.
Íslenskir hluthafar voru á bak við þann 2,3 milljarða króna hlut í Arctic Fish sem eftir stóð. Um var að ræða fjárfestingarfélagið Novo ehf., sem meðal annars er í …
Athugasemdir