Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.

Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
Þingmaður „Miðaldra körlum sem fótbrotna í bumbubolta er ekki refsað fyrir það með því að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir. Af hverju ætti annað að gilda um konur sem veikjast, þó að það sé út af einhverju sem þær völdu sjálfar að gera?” spyr Andrés Ingi. Mynd: Davíð Þór

Þingmaður Pírata telur að konur með brjóstapúðaveiki ættu að fá aðgerð til þess að fjarlægja púðana niðurgreidda af Sjúkratryggingum Íslands. Hann segir að þó að brjóstastækkun sé valkvæð aðgerð þá sé ekki hægt að tala um aðgerð til þess að fjarlægja púða sem eru að valda veikindum sem valkvæða. 

Heimildin fjallaði í síðasta tölublaði um brjóstapúðaveiki, veikindi sem brjótast út með ólíkum hætti en geta orðið mjög alvarleg. Brjóstapúðaveiki einkennist oft af þreytu, skertu úthaldi, heilaþoku og liðverkjum.

Erlendar rannsóknir benda til þess að þrjú til fimm prósent þeirra sem fá sér brjóstapúða fái sömuleiðis brjóstapúðaveiki en sumar rannsóknir segja að hlutfallið sé hærra, allt að 10%.

Þrjár konur sem rekja veikindi sín til brjóstapúða og Heimildin ræddi við höfðu ekki efni á að fara í aðgerðina. Tvær þeirra fóru samt og tóku lán fyrir henni. Sú þriðja, Guðrún …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Um brjóst kvenna gildir viðhorfið “valkvæð fegrunaraðgerð”. Konur sem þjást af langvarandi verkjum vegna þungra brjósta fá brjóstaminnkun ekki niðurgreidda og fara aftast á biðlista hjá Landsspítslanum. Þær þurfa að greiða fyrir aðgerð og uppbyggingu. Skiptir ekki máli hvort brjóstastærð er erfðir, vegna brjóstagjafar og meðgöngu eða vegna offitu. Niðurgreitt ef mjólkurkirtlar sem fjarlægðir eru vegi a.m.k. 500 gr. í hvoru brjósti. Ekki er tekið tillit til þyngdar húðar sem vegur þyngra en kirtlarnir. Hrykkskekja og slit í hrygg er ekki heilsufarsvsndamál ef manneskja er kona.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Bera læknar enga ábyrgð á gölluðum brjóstapúðum eða misheppnuðum aðgerðum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brjóstapúðaveiki

Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Púð­arn­ir sett­ir í þrátt fyr­ir bólgu­sjúk­dóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.
Nýtt líf eftir að 500 millilítra sílíkonpúðar voru fjarlægðir
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Nýtt líf eft­ir að 500 milli­lítra sí­lí­kon­púð­ar voru fjar­lægð­ir

Skömmu eft­ir að Klara Jenný H. Arn­björns­dótt­ir ljós­móð­ir gekkst und­ir ristil­nám kom í ljós að sí­lí­kon­púð­ar í brjóst­um henn­ar láku. Hún lét setja púð­ana í sig ár­ið 2006, þeg­ar hún var 19 ára, og að eig­in sögn með lít­ið sjálfs­traust. Hún hef­ur glímt við veik­indi frá ár­inu 2008. Nú hafa púð­arn­ir ver­ið fjar­lægð­ir og Klara Jenný seg­ist hafa öðl­ast nýtt líf.
Veik kona ætti að eiga skilyrðislausan rétt á hjálp
FréttirBrjóstapúðaveiki

Veik kona ætti að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp

Kon­ur sem rekja al­var­leg veik­indi til brjósta­púða hafa þurft að taka lán fyr­ir að­gerð þar sem púð­arn­ir eru fjar­lægð­ir. Að­gerð­in, sem kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur, er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Ónæm­is­fræð­ing­ur tel­ur að ekki ætti að láta kon­ur gjalda þeirr­ar ákvörð­un­ar að hafa far­ið í brjóstas­tækk­un, og seg­ir að veik­ar kon­ur ættu að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp.
Lá í dái í fjórar vikur
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Lá í dái í fjór­ar vik­ur

Guð­rún Eva Jóns­dótt­ir fékk andnauð­ar­heil­kenni og féll í dá í fjór­ar vik­ur síð­asta sum­ar. Und­an­fari veik­ind­anna voru sí­end­ur­tekn­ar lungna­bólg­ur og svepp­ur sem fannst í lunga henn­ar ár­ið 2020. Or­sök veik­inda henn­ar er á huldu en sjálf tel­ur hún síli­kon­púð­un­um um að kenna. Hún á ekki fyr­ir að­gerð til þess að láta fjar­lægja þá. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands nið­ur­greiða ekki að­gerð­ina. Hún kost­ar mörg hundruð þús­und.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
5
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár