Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Lá í dái í fjórar vikur

Guð­rún Eva Jóns­dótt­ir fékk andnauð­ar­heil­kenni og féll í dá í fjór­ar vik­ur síð­asta sum­ar. Und­an­fari veik­ind­anna voru sí­end­ur­tekn­ar lungna­bólg­ur og svepp­ur sem fannst í lunga henn­ar ár­ið 2020. Or­sök veik­inda henn­ar er á huldu en sjálf tel­ur hún síli­kon­púð­un­um um að kenna. Hún á ekki fyr­ir að­gerð til þess að láta fjar­lægja þá. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands nið­ur­greiða ekki að­gerð­ina. Hún kost­ar mörg hundruð þús­und.

Lá í dái í fjórar vikur
Breytt staða „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég fór sjálf í þessa aðgerð en það var enginn sem talaði um einhverja brjóstapúðaveiki á þeim tíma sem við fórum í þessar aðgerðir,“ segir Guðrún. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðrún Eva Jónsdóttir er öryrki og þriggja barna  móðir. Hún fór fyrst í brjóstastækkun árið 2006, þá tæplega 24 ára gömul. 

„Ég hef alltaf verið með rosalega slæma sjálfsmynd og var alveg flatbrjósta,“ segir Guðrún. „En ég gerði þetta fyrir sjálfa mig.“

Ítrekuð lungnabólga og sveppur í lunga

Þegar hún lagðist undir hnífinn hafði hún ekki hugmynd um að sílikonið gæti valdið veikindum. Hún var heilsuhraust áður en hún fór í aðgerðina, ræktartýpa – eins og hún lýsir því sjálf. Ári eftir aðgerðina fór hún að fá lungnabólgu við og við. Hún tengdi veikindin ekki við púðana. 

Árið 2012 fékk hún svo svokallaða eilífðarpúða, einnig úr sílikoni. Eftir aðgerðina fór hún að finna fyrir skrýtnum verkjum í vinstra brjósti, verkjum sem há henni enn í dag. Heilsan fór bara niður á við í framhaldinu. Ofan á ítrekaða lungnabólgu bættist þreyta, slen, orkuleysi og kvalafullur þungi yfir þindinni.

Árið 2020 …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brjóstapúðaveiki

Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
FréttirBrjóstapúðaveiki

Bumbu­bol­ta­karl­ar sleppa með skrekk­inn en ekki brjósta­púða­kon­ur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Púð­arn­ir sett­ir í þrátt fyr­ir bólgu­sjúk­dóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.
Nýtt líf eftir að 500 millilítra sílíkonpúðar voru fjarlægðir
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Nýtt líf eft­ir að 500 milli­lítra sí­lí­kon­púð­ar voru fjar­lægð­ir

Skömmu eft­ir að Klara Jenný H. Arn­björns­dótt­ir ljós­móð­ir gekkst und­ir ristil­nám kom í ljós að sí­lí­kon­púð­ar í brjóst­um henn­ar láku. Hún lét setja púð­ana í sig ár­ið 2006, þeg­ar hún var 19 ára, og að eig­in sögn með lít­ið sjálfs­traust. Hún hef­ur glímt við veik­indi frá ár­inu 2008. Nú hafa púð­arn­ir ver­ið fjar­lægð­ir og Klara Jenný seg­ist hafa öðl­ast nýtt líf.
Veik kona ætti að eiga skilyrðislausan rétt á hjálp
FréttirBrjóstapúðaveiki

Veik kona ætti að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp

Kon­ur sem rekja al­var­leg veik­indi til brjósta­púða hafa þurft að taka lán fyr­ir að­gerð þar sem púð­arn­ir eru fjar­lægð­ir. Að­gerð­in, sem kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur, er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Ónæm­is­fræð­ing­ur tel­ur að ekki ætti að láta kon­ur gjalda þeirr­ar ákvörð­un­ar að hafa far­ið í brjóstas­tækk­un, og seg­ir að veik­ar kon­ur ættu að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu