Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
Hugarfarsbreyting „Ég ætlaði alls ekki að láta taka púðana úr mér,“ segir Andrea Ingvarsdóttir. Henni snerist hugur eftir 90 mínútna samtal við lýtalækni. Mynd: Heiða Helgadóttir
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.

Þegar Andrea Ingvarsdóttir var 29 ára léttist hún um 70 kíló. Henni þóttu brjóstin sigin eftir þyngdartapið og hana langaði að þau væru stærri. Hún ákvað að leita til lýtalæknis. 

Andrea hafði glímt við gigt- og bólgusjúkdóma í um áratug fyrir aðgerðina en lýtalæknirinn sem hún hitti tjáði henni ekki að það gæti verið slæm hugmynd fyrir manneskju með hennar heilsufar að fá sér aðskotahluti í líkamann. 

Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir og formaður Félags íslenskra lýtalækna, hefur ráðlagt konum frá því að fá sér púða í brjóstin ef þær eru með bólgu- eða sjálfsofnæmissjúkdóma. 

„Ef það er …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hildur Herbertsdóttir skrifaði
    Hvenær i ósköpunum ætla (ungar) konur að skilja og trúa því að brjóstapúðar eru stórskaðlegir heilsu okkar?
    - Það getur tekið mörg ár uns við finnum að heilsan okkar er komin i steik. Eg tengdi sjálf ekki á sinum tíma en er lóngu búin að láta fjarlægja mína og er bara mjóg sátt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brjóstapúðaveiki

Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
FréttirBrjóstapúðaveiki

Bumbu­bol­ta­karl­ar sleppa með skrekk­inn en ekki brjósta­púða­kon­ur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Nýtt líf eftir að 500 millilítra sílíkonpúðar voru fjarlægðir
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Nýtt líf eft­ir að 500 milli­lítra sí­lí­kon­púð­ar voru fjar­lægð­ir

Skömmu eft­ir að Klara Jenný H. Arn­björns­dótt­ir ljós­móð­ir gekkst und­ir ristil­nám kom í ljós að sí­lí­kon­púð­ar í brjóst­um henn­ar láku. Hún lét setja púð­ana í sig ár­ið 2006, þeg­ar hún var 19 ára, og að eig­in sögn með lít­ið sjálfs­traust. Hún hef­ur glímt við veik­indi frá ár­inu 2008. Nú hafa púð­arn­ir ver­ið fjar­lægð­ir og Klara Jenný seg­ist hafa öðl­ast nýtt líf.
Veik kona ætti að eiga skilyrðislausan rétt á hjálp
FréttirBrjóstapúðaveiki

Veik kona ætti að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp

Kon­ur sem rekja al­var­leg veik­indi til brjósta­púða hafa þurft að taka lán fyr­ir að­gerð þar sem púð­arn­ir eru fjar­lægð­ir. Að­gerð­in, sem kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur, er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Ónæm­is­fræð­ing­ur tel­ur að ekki ætti að láta kon­ur gjalda þeirr­ar ákvörð­un­ar að hafa far­ið í brjóstas­tækk­un, og seg­ir að veik­ar kon­ur ættu að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp.
Lá í dái í fjórar vikur
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Lá í dái í fjór­ar vik­ur

Guð­rún Eva Jóns­dótt­ir fékk andnauð­ar­heil­kenni og féll í dá í fjór­ar vik­ur síð­asta sum­ar. Und­an­fari veik­ind­anna voru sí­end­ur­tekn­ar lungna­bólg­ur og svepp­ur sem fannst í lunga henn­ar ár­ið 2020. Or­sök veik­inda henn­ar er á huldu en sjálf tel­ur hún síli­kon­púð­un­um um að kenna. Hún á ekki fyr­ir að­gerð til þess að láta fjar­lægja þá. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands nið­ur­greiða ekki að­gerð­ina. Hún kost­ar mörg hundruð þús­und.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu