Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heitir því að hámarka olíu- og gasvinnslu við Bretland

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands seg­ir út­gáfu 100 nýrra olíu- og gas­vinnslu­leyfa í Norð­ur­sjó ekki setja markmið um kol­efn­is­hlut­leysi ár­ið 2050 í upp­nám. Slík vinnsla styðji miklu frek­ar við mark­mið­in enda sé kol­efn­is­spor heima­vinnslu á jarð­efna­eldsneyti minna en af því að flytja það inn.

Heitir því að hámarka olíu- og gasvinnslu við Bretland
Fyrir framtíðina Breskar mæður fjölmenntu með börn sín í mótmæli í dag gegn áformum yfirvalda að auka olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Mynd: AFP

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segir það „hið eina rétta“ að veita 100 ný leyfi til olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hefur heitið að hámarka hana (e. max out) á næstunni. Hann blæs á þær gagnrýnisraddir að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar eigi eftir að gera markmið Breta í loftslagsmálum að engu. Í raun eigi hin nýja vinnsla jarðefnaeldsneytis eftir að styðja við fjögur áformuð risaverkefni í kolefnisföngun í landinu.

Allt í botnRishi Sunak vill auka framleiðslu á gasi og olíu í Bretlandi.

„Jafnvel þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050, þá mun um fjórðungur orku sem við notum koma frá olíu og gasi,“ segir Sunak og bætti við að ekki megi gleyma því að um gasvinnsla við Bretland hafi um þriðjungi minna kolefnisfótspor en innflutt gas. Það væri því „glórulaust“ að flytja inn eldsneyti sem hefði „tvisvar til þrisvar sinnum meira kolefnisspor en það sem við höfum hér heima“.

Og fleira hefur hann tínt til í rökstuðningi við ákvörðunina. Að vinna gas á heimaslóðum myndi auka viðnámsþrótt breska ríkisins, skapa störf og afla tekna sem nýttar verði til að fjármagna opinbera þjónustu.

Sunak hefur að auki gefið það í skyn að tímabært sé að nýta hinar gríðarlegu olíulindir sem finna megi í  Rósarbakkanum (Rosebank) svonefnda undan ströndum Hjaltlandseyja. Engin vinnsla hefur hingað til verið leyfð þar en  rannsóknir eru sagðar sýna að jarðlögin geymi gríðarlegt magn af olíu.

Samtök sem berjast fyrir verndun náttúru og umhverfis hafa sagt hina auknu olíuvinnslu í Norðursjó glapræði og afhjúpi tvískinnung breskra stjórnvalda. Vinnslan geti ekki stutt við loftslagsmarkmiðin. „Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að herja á jörðina með sögulegum gróðureldum og hitabylgjum,“ sagði Mike Childs sem fer fyrir loftslagsmálum samtakanna Friends of the Earth. Talsmaður Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins (World Wide Fund for Nature) sagði að stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að aðstoða heimili í landinu við að skipta yfir í hreina orkugjafa frekar en að „sjá í hillingum ódýrt jarðefnaeldsneyti“.

Svartklæddu hús Sunaks

Aktívistar úr hreyfingu Grænfriðunga klæddu sveitasetur Rishi Sunaks í svart í morgun er þeir vörpuðu risavöxnum dúk yfir framhlið hússins. Með gjörningnum vilja þeir mótmæla áformum um aukna olíuvinnslu. „Olíugróði eða okkar framtíð?“ stóð á borða sem þeir settu fyrir framan húsið.

Aðgerðin hefur hlotið misjafnar viðtökur eins og við var að búast. Sunak og fjölskylda voru ekki heima, þau eru í fríi í Kaliforníu. Oliver Dowden aðstoðarforsætisráðherra brást við með þessum orðum: „Ég held að það sem flest fólk myndi segja er: Hættið þessum heimskulegu gjörningum.

Einn af talsmönnum Grænfriðunga sagði það vera löngu tímabært fyrir forsætisráðherrann að velja á milli stórgróða til handa olíufyrirtækjunum og þess að gera jörðina áfram lífvænlega.

Breska olíufélagið BP birti uppgjör annars ársfjórðungs í fyrradag. Hagnaðurinn á því þriggja mánaða tímabili nam 344 milljörðum íslenskra króna (2 milljörðum punda). Á þennan gríðarlega hagnað bendir stjórnarandstaðan nú og segir Sunak og ríkisstjórn hans hafa mistekist að skattleggja olíufyrirtækin með sanngjörnum hætti, almenningi til heilla.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár