Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fara verði „mjög varlega“ í uppbyggingu í óbyggðum

Nei­kvæð um­ræða um ferða­þjón­ust­una er ekki meiri nú en áð­ur að mati Bjarn­heið­ar Halls­dótt­ur, for­manns Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Vit­und­ar­vakn­ingu, sem fór fyr­ir brjóst­ið á ein­hverj­um, sé ein­mitt ætl­að að auka þekk­ingu fólks á „öllu því góða“ sem grein­in hef­ur fært Ís­lend­ing­um.

Fara verði „mjög varlega“ í uppbyggingu í óbyggðum
Í óbyggðum Bjarnheiður á góðri stund í veðurblíðu í Þórskmörk. Mynd: Úr einkasafni

Það kom Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, „alls ekki“ á óvart að verkefnið Góðir gestgjafar, sem gengur út á að Íslendingar skrifi á „póstkort“ um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þeirra líf, skyldi fá harða gagnrýni. Hún segir það hafa fallið í góðan jarðveg hjá flestum enda Íslendingar almennt jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar. Hins vegar sé hávær minnihlutahópur fyrirferðarmikill í samfélagsumræðunni. „Ástæðan fyrir því að við hófum þessa vitundarvakningu er sú að það hefur borið á neikvæðri umræðu í gegnum tíðina sem okkur hefur oft fundist ósanngjörn og oft byggð á því að fólk hefur ekki næga þekkingu á atvinnugreininni, öllu því góða sem hún hefur fært okkur og hverju hún er að skila okkur.“

VitundarvakningÞónokkur gagnrýni var sett fram á verkefnið Góðir gestgjafar er það var kynnt til sögunnar.

Vissulega séu margvíslegar áskoranir til staðar og Samtök ferðaþjónustunnar ætli sér ekki að „stinga hausnum í sandinn“ yfir því sem …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ó íslenska óbyggð, þú átt ein mína tryggð!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár