Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þyngsta dýr allra tíma fundið — mun þyngra en steypireyður

Vís­inda­menn í Perú fundu stein­gerv­inga sem þeir átt­uðu sig ekk­ert á. Enda komu nið­ur­stöð­urn­ar þeim í opna skjöldu

Þyngsta dýr allra tíma fundið — mun þyngra en steypireyður
Perucetus Colossus svamlaði um á grunnsævi, að því er talið er, en spretti ekki úr spori á úthöfunum endalausu. Myndin er úr Guardian, merkt Alberto Gennari.

Fyrir 13 árum voru perúískir steingervingafræðingar að störfum í Ica-eyðimörkinni syðst í landinu. Þá fundu þeir í berglögum steingervinga af einhverju tagi sem þeir áttu mjög erfitt með að botna í. Beinin virtust hafa verið stór og sérlega þung en fyrir ýmissa hluta sakir var mjög erfitt að átta sig á af hvaða skepnu beinin væru. Til dæmis vantaði höfuðið.

Í þau 13 ár sem síðan eru liðin hafa vísindamennirnir legið yfir steingervingunum úr eyðimörkinni og niðurstaða rannsókna þeirra hefur nú loks verið kynnt í nýútkomnu hefti af vísindaritinu Nature.

Dýrið reyndist vera hvalur og ekki bara einhver hvalur, heldur skepna sem engan óraði fyrir því að hafi verið til.

Og sennilega þyngsta dýr sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, hvorki meira né minna.

Hingað til höfum við trúað því að steypireyðurin sé þyngsta dýr í gervallri sögu Jarðarinnar. Frá upphafi. Þyngsta steypireyður sem vitað er um vóg 173 tonn. Það er miklu miklu þyngra en jafnvel hinar stærstu og þyngstu risaeðlur.

En „nýi“ hvalurinn gæti mögulega hafa náð allt að 340 tonnum að þyngd.

Verið sem sé helmingi þyngri en stolt okkar steypireyðurin.

Hins vegar virðist þessi hvalur — sem nú hefur hlotið vísindaheitið Perucetus (eftir „heimalandi“ sínu) Colossus — ekki hafa verið jafn langur og steypireyður. Hún getur náð 31 metra að lengd, en perúísku vísindamennirnir telja að risinn þeirra hafi líklega ekki orðið mikið lengri en 20 metrar.

En hann var sem sagt ansi gildvaxinn.

Margt fleira kom mjög á óvart við þessu nýfundnu skepnu. Í fyrsta lagi var Colossus uppi fyrir 40 milljónum ára. Það þýðir að risarnir voru uppi snemma í þróunarsögu hvala, því það eru talin „aðeins“ fimmtíu milljónir ára síðan tiltekin klaufdýr, þá búsett á að giska þar sem nú er Pakistan, tóku sér bólfestu í sjónum, kunnu vel við sig og fóru að þróast hratt í átt til hvala.

Á „aðeins“ tíu milljónum ára hafa hvalir sem sagt þróast nánast á leifturhraða (í jarðsögulegum skilningi) frá hinum fyrstu smáhvelum og til hins tröllvaxna Colossus.

Colossus bar ýmis merki þess að vera „frumstæður“ hvalur.

Bein hans voru mjög þung, ólíkt beinum hvala nútildags sem eru fremur létt.

Og hann var enn með einskonar litla framfætur, fremur en bægsli, og afturfætur gamla klaufdýrsins voru ekki með öllu horfnir. Og talið er að Colussus hafi ekki synt um úthöfin stór og blá eins og stórhvalir gera nú, heldur hafi hann haldið sig á grunnsævi og damlað þar um í hægðum sínum og sennilega étið lindýr og þang.

Sem sagt lifað ekki ósvipuðu lífi og sækýr gera núna — en þær eru reyndar ekki hót skyldar hvölum.

Og væntanlega hefur Colossus notað litlu framfæturna til að mjaka sér áfram við botninn á grunnsævinu.

Annars er mjög margt enn á huldu um Colossus, meðal annars og ekki síst vegna þess að enn vantar haus á skepnuna. Af tönnunum mætti ráða mjög margt um lifnaðarhætti risans og alveg sér í lagi hvað hann lagði sér til munns.

En þessi óvænti fundur sýnir okkur að þróunarsagan getur enn komið okkur í opna skjöldu því enginn átti von á að svo stór hvalur gæti hafa verið til svo snemma á þróunarbrautinni.

Hér skrifar The Guardian nánar um Perucetus Colossus og ræðir við vísindamanninn Alberto Collareta sem stýrði rannsókninni.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár