Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þyngsta dýr allra tíma fundið — mun þyngra en steypireyður

Vís­inda­menn í Perú fundu stein­gerv­inga sem þeir átt­uðu sig ekk­ert á. Enda komu nið­ur­stöð­urn­ar þeim í opna skjöldu

Þyngsta dýr allra tíma fundið — mun þyngra en steypireyður
Perucetus Colossus svamlaði um á grunnsævi, að því er talið er, en spretti ekki úr spori á úthöfunum endalausu. Myndin er úr Guardian, merkt Alberto Gennari.

Fyrir 13 árum voru perúískir steingervingafræðingar að störfum í Ica-eyðimörkinni syðst í landinu. Þá fundu þeir í berglögum steingervinga af einhverju tagi sem þeir áttu mjög erfitt með að botna í. Beinin virtust hafa verið stór og sérlega þung en fyrir ýmissa hluta sakir var mjög erfitt að átta sig á af hvaða skepnu beinin væru. Til dæmis vantaði höfuðið.

Í þau 13 ár sem síðan eru liðin hafa vísindamennirnir legið yfir steingervingunum úr eyðimörkinni og niðurstaða rannsókna þeirra hefur nú loks verið kynnt í nýútkomnu hefti af vísindaritinu Nature.

Dýrið reyndist vera hvalur og ekki bara einhver hvalur, heldur skepna sem engan óraði fyrir því að hafi verið til.

Og sennilega þyngsta dýr sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, hvorki meira né minna.

Hingað til höfum við trúað því að steypireyðurin sé þyngsta dýr í gervallri sögu Jarðarinnar. Frá upphafi. Þyngsta steypireyður sem vitað er um vóg 173 tonn. Það er miklu miklu þyngra en jafnvel hinar stærstu og þyngstu risaeðlur.

En „nýi“ hvalurinn gæti mögulega hafa náð allt að 340 tonnum að þyngd.

Verið sem sé helmingi þyngri en stolt okkar steypireyðurin.

Hins vegar virðist þessi hvalur — sem nú hefur hlotið vísindaheitið Perucetus (eftir „heimalandi“ sínu) Colossus — ekki hafa verið jafn langur og steypireyður. Hún getur náð 31 metra að lengd, en perúísku vísindamennirnir telja að risinn þeirra hafi líklega ekki orðið mikið lengri en 20 metrar.

En hann var sem sagt ansi gildvaxinn.

Margt fleira kom mjög á óvart við þessu nýfundnu skepnu. Í fyrsta lagi var Colossus uppi fyrir 40 milljónum ára. Það þýðir að risarnir voru uppi snemma í þróunarsögu hvala, því það eru talin „aðeins“ fimmtíu milljónir ára síðan tiltekin klaufdýr, þá búsett á að giska þar sem nú er Pakistan, tóku sér bólfestu í sjónum, kunnu vel við sig og fóru að þróast hratt í átt til hvala.

Á „aðeins“ tíu milljónum ára hafa hvalir sem sagt þróast nánast á leifturhraða (í jarðsögulegum skilningi) frá hinum fyrstu smáhvelum og til hins tröllvaxna Colossus.

Colossus bar ýmis merki þess að vera „frumstæður“ hvalur.

Bein hans voru mjög þung, ólíkt beinum hvala nútildags sem eru fremur létt.

Og hann var enn með einskonar litla framfætur, fremur en bægsli, og afturfætur gamla klaufdýrsins voru ekki með öllu horfnir. Og talið er að Colussus hafi ekki synt um úthöfin stór og blá eins og stórhvalir gera nú, heldur hafi hann haldið sig á grunnsævi og damlað þar um í hægðum sínum og sennilega étið lindýr og þang.

Sem sagt lifað ekki ósvipuðu lífi og sækýr gera núna — en þær eru reyndar ekki hót skyldar hvölum.

Og væntanlega hefur Colossus notað litlu framfæturna til að mjaka sér áfram við botninn á grunnsævinu.

Annars er mjög margt enn á huldu um Colossus, meðal annars og ekki síst vegna þess að enn vantar haus á skepnuna. Af tönnunum mætti ráða mjög margt um lifnaðarhætti risans og alveg sér í lagi hvað hann lagði sér til munns.

En þessi óvænti fundur sýnir okkur að þróunarsagan getur enn komið okkur í opna skjöldu því enginn átti von á að svo stór hvalur gæti hafa verið til svo snemma á þróunarbrautinni.

Hér skrifar The Guardian nánar um Perucetus Colossus og ræðir við vísindamanninn Alberto Collareta sem stýrði rannsókninni.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár