Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar

Guð­rún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir tel­ur lík­legt að kór­ónu­veir­an sem get­ur vald­ið Covid-19 sé kom­in til þess að vera í heim­in­um. Enn grein­ist fólk smit­að á spít­öl­um lands­ins flesta daga og seg­ir Guð­rún mesta áhyggju­efn­ið ef fólk í við­kvæm­um hóp­um smit­ast.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar
Sýnataka Andlitsgrímur, sífelldar sýnatökur og tveggja metra fjarlægð voru hluti af daglegu lífi á meðan faraldrinum stóð. Fyrir flesta er sá veruleiki löngu horfinn á braut. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjö til 35 einstaklingar hafa greinst vikulega með Covid-19 hér á landi í PCR prófum og klínískum greiningum á síðastliðnum þremur mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. 

Sýni hafa aðallega verið tekin á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu, annars vegar til þess að hægt sé að meðhöndla fólk rétt og hins vegar til þess að koma í veg fyrir að smit berist til annarra sjúklinga eða starfsfólks. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er hætt að taka sýni vegna einkenna Covid-19 og tekur einungis sýni hjá fólki sem er á leið til landa sem krefjast neikvæðs Covid-19 prófs ferðamanna við komuna þangað. 

Greind sýni hafa því verið mjög fá að undanförnu. Líklega eru fleiri smitaðir úti í samfélaginu, og vita ýmist af því með því að taka heimapróf eða gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu með Covid. Landlæknisembættið hefur ekki upplýsingar um það hve margir þeir einstaklingar eru. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár