Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við erum hættuleg sjálfum okkur og öðrum“

Þeg­ar kem­ur að ástæð­um Úkraínu­stríðs­ins hafa Rúss­ar sjálf­ir, ólíkt ýms­um á Vest­ur­lönd­um, lít­inn áhuga á skýr­ing­um eins og út­þenslu NATO. And­ófs­menn og hugs­uð­ir beina at­hygl­inni að menn­ingu og hug­ar­fari þjóð­ar­inn­ar sem hafi um ald­ir ver­ið nærð á heimsveld­isór­um. Í nýrri bók blaða­manns­ins Mik­hails Zyg­ars ávarp­ar hann landa sína.

„Við erum hættuleg sjálfum okkur og öðrum“
Stríð Þetta er túlkun rússneska málarans Vasily Vereshchagins á ástandinu í Mið-Asíu um 1870 eftir að rússneski nýlenduherinn hafði farið þar um. Myndin heitir Upphafning stríðs og það er einmitt það sem Lebedev og Zygar óttast að einkenni rússn­eskt samfélag í sorglega ríkum mæli. Mynd: Vasily Vereshchagins / Wikipedia

Eitt er merkilegt í sambandi við árás Rússa á Úkraínu, eða öllu heldur viðbrögðin við árásinni. Þau sem bera blak af innrásinni á Vesturlöndum og/eða telja að hún hafi ekki verið með öllu óréttmæt eða að minnsta kosti skiljanleg, þau nefna fyrst og fremst tvær ástæður fyrir ákvörðun Pútíns um innrásina í fyrra. Í fyrsta lagi geopólitískan og réttmætan ótta Rússa við útþenslu NATO og í öðru lagi illa meðferð Úkraínumanna á Rússum í Donbass.

Mikhail Zygar er fæddur 1982. Hann er í hópi virtustu blaðamanna Rússlands og starfaði lengi hjá sjónvarpsstöðinni Dozhd. Hann yfirgaf Rússland rétt eftir innrásina í Úkraínu.

Um þetta má margt segja en merkilegt er sem sé að Rússar sjálfir hafa lítinn áhuga á þessum ástæðum, þegar þeir eru spurðir um ástæður innrásarinnar. Þeir þvaðra gjarnan eitthvað um „nasisma“ Úkraínumanna sem er tómt bull. Margt var og er athugavert við Úkraínu en nasismi var …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Um þetta má margt segja en merkilegt er sem sé að Rússar sjálfir hafa lítinn áhuga á þessum ástæðum [útenslu NATO], þegar þeir eru spurðir um ástæður innrásarinnar.... En svo fara þeir að tala um allt aðra hluti."

    Þetta er fullkomið kjaftæði og höfundur veit það. Ég þekki og hef talað við marga Rússa, og hef fylgst með því sem margir Rússar segja á netinu (eins og bloggarar o.s.frv.), á samskiptamiðlum, á vinsælum rússneskum Telegram-rásum o.s.frv. Þeir tala allir - alltaf - um austurstækkun NATO sem eina af helstu ástæðunum fyrir stríðinu. Ef eitthvað er þá er eins og þeir séu með NATO á heilanum... Að Vesturlönd séu að umrkringja Rússland (með NATO) o.s.frv. Þið þekkið söguna... Svo talar Pútín nú um NATO í nánast öllum af sínum ræðum.

    Þetta er mjög furðuleg afneitun hjá þér Illugi á staðreyndunum. Hvað ertu eiginlega að reyna að fela?
    2
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Þeir þvaðra gjarnan eitthvað um „nasisma“ Úkraínumanna sem er tómt bull."

    Neinei, það er sko ekkert nasistavandamál í Úkraínu. Sástu ekki nýlega grein New York Times þar sem var fjallað um þetta? Þetta var stórfrétt. Þegar NYT er farið að viðurkenna þetta, þá er ekki eins og þetta sé eitthvað vafamál lengur...

    Prófið líka bara að gúggla "nazi problem ukraine" (passa að setja "nazi problem" í gæsalappir, eins og bein tilvitnun), og þá fáið þið endalaust af greinum (mest fyrir febrúar 2022) sem fjalla um nasistavandamálið í Úkraínu. Þetta var svo vel þekkt...

    https://www.nytimes.com/2023/06/05/world/europe/nazi-symbols-ukraine.html
    2
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Þetta stríð snýst allt um útþenslu NATO. Hættið þessari endalausu afneitun á staðreyndunum, þetta er orðið frekar vandræðalegt og örvæntingarfullt.

    Svo er einnig verulega kjánalegt í þessari grein hvernig höfundur afneitar ný-nasista vandamálinu í Úkraínu.

    Það var nú bara nýlega fjallað í New York Times um nasistana í úkraínska hernum, þar sem það þykir vera vandamál hversu algengt það að hermenn noti nasísk einkennismerki, eins og alræmdu Totenkopf hauskúpuna (sem var helsta einkennismerki SS-sveitanna).

    Í hvaða öðru ríki hafa líka paramilitary ný-nasistaherdeildir verið teknar inn í herinn og þjóðvarðliðið? Eins og Azov hersveitin, Sich, Aidar, Kraken og fleiri slíkar sveitir.

    Fasismi 101 - þegar paramilitary sveitir (eins og SS og SA sveitirnar á sínum tíma) fara að sameinast ríkisvaldinu, hernum og lögreglunni, þá á það að hringja miklum viðvörunarbjöllum. En ekki að vera sópað undir teppið í einhverri afneitunarhyggju og hentistefnu gagnvart staðreyndunum, eins og höfundur gerir hér í þessari grein.
    2
    • Gudmundur Einarsson skrifaði
      Heil Wagner. Eða þannig. Geta Rússar ekki verið nazistar? Stalín og Hitler voru bestu vinir 1939 og ætluðu að þurrka Pólland af kortinu. Pólverjar fengu völina um að vera drepnir af nazistum Hitlers eða kommum Stalíns. Svo sendi Stalín úkraínska herinn inn í Finnland um svipað leiti, Eystrarsaltsríkin hernumin og kúguð til hlýðni. Rússum leiddist ekki þegar Hitler rústaði veikburða lýðræðisríkjum Evrópu, heldur studdu hann af bestu getu. Það var fyrst eftir svik Hitlers sem þeir fóru að væla og hafa gert alla tíð síðan.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár