Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Þeir sem gef­ið hafa um­sögn um áform­að sölu­bann á grá­gæs segja slíkt ekki geta bjarg­að grá­gæsa­stofn­in­um eitt og sér.

Óttast að grágæs verði seld sem heiðagæs

Sölubann er ekki að fara að virka eitt og sér til friðunar á grágæs þar sem hún verður þá seld sem heiðagæs til stórkaupenda eins og veitingastaða,“ segir Borgar Antonsson, veiðimaður til rúmlega þriggja áratuga, í umsögn um áformað sölubann á grágæs. Í ljósi þess að grágæsum hefur fækkað mikið hyggst umhverfisráðuneytið banna útflutning og sölu á grágæs.

Umsagnaraðilar draga flestir í efa að sölubann sé vænlegt til árangurs. Borgar stingur t.d. upp á því að veiðitímabilið verði stytt.

Jónas Egilsson telur sölubann og styttingu veiðitíma mögulega vera fyrstu skref í að verja stofninn en mikilvægast sé að skoða lífsskilyrði gæsanna betur til að komast að því hvað hafi valdið fækkun og breytingum í stofnstærð, fyrir utan það augljósa; veiðarnar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Eina sem ég get gert í þessu er að kaupa enga gæs, hvorki lifandi né dauða.
    1
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Snubbótt, DV-leg frétt, ekki rannsóknarfrétt eða heildarumfjöllun um stöðu gæsa. Álit t.d. Skotveiðifélags Íslands vantar, s.s. " Afstaða SKOTVÍS er sú að í ljósi þess að fjölgun var í talningum (innsk.grágæs) 2021 í UK og að veiðin hafi dregist saman úr 45.000 fuglum í 26.000 árið 2022 þá ætti sölubann eitt og sér að duga sem fyrsta skref.
    Veiðarnar í dag valda ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt að setja á sölubann til að hjálpa stofninum að ná sér á strik.

    Að fara í margar aðgerðir í einu geri ómögulegt að meta árangurinn af hverri aðgerð fyrir sig. Við höfum reynslu af því vegna veiðistjórnunar á rjúpu.

    Það þurfa líka að liggja fyrir sterk rök fyrir styttingu veiðitíma og af hverju sölubann eitt og sér ætti ekki að duga."

    Ennfremur mætti fjalla um sterkan heiðagæsastofninn, hve fljótt á hausti hann flýgur burt og því hve snemma mætti etv. setja sölubann á gæsir sem dæmi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
2
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár