Konur sem Heimildin hefur rætt við hafa allar orðið óvinnufærar, ýmist tímabundið eða til frambúðar, vegna veikinda sem þær rekja til brjóstapúða. Ein þeirra getur ekki tekið lán og situr uppi með púða sem hún telur vera að drepa sig hægt og rólega. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa farið ungar í aðgerðina og verið fullvissar um að hún væri nokkurn veginn hættulaus. Á þeim tíma sem þær fengu sér púðana talaði enginn um svokallaða brjóstapúðaveiki.
Þær sem létu fjarlægja púðana hafa öðlast nýtt líf. Sú sem á ekki fyrir aðgerðinni telur næsta víst að púðarnir muni draga úr henni það líf sem hún á eftir.
Tiltölulega nýviðurkennt fyrirbæri
Árið 2019 fór af stað umræða um brjóstapúðaveiki, veikindi sem brjótast út með ólíkum hætti en geta orðið mjög alvarleg. Þau einkennast oft af þreytu, skertu úthaldi, heilaþoku og liðverkjum. Brjóstapúðaveiki hefur …
Athugasemdir