Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tilkynna „óviðunandi og ámælisverða“ framkomu yfirlögregluþjóns til eftirlitsnefndar

Dýra­vernd­ar­sam­tök sem stóðu að gerð heim­ild­ar­mynd­ar um blóð­mera­hald á Ís­landi hafa sent nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu til­kynn­ingu vegna um­mæla yf­ir­lög­reglu­þjóns um þau í fjöl­miðl­um og að­drag­anda ákvörð­un­ar um að hætta rann­sókn máls­ins.

Tilkynna „óviðunandi og ámælisverða“ framkomu yfirlögregluþjóns til eftirlitsnefndar
Rannsókn hætt Lögreglan á Suðurlandi felldi snemma árs niður rannsókn á grimmilegri meðferð á fylfullum hryssum sem afhjúpuð var í heimildarmynd þýskra og svissneskra dýraverndunarsamtaka. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Tvenn erlend dýraverndarsamtök telja starfshætti lögreglu við ákvörðun um að hætta rannsókn á illri meðferð fylfullra mera við blóðtöku sem og framkomu yfirlögregluþjóns í sinn garð ámælisverða og hafa tilkynnt málið til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur haldið því fram í fjölmiðlum að samtökin hafa neitað að afhenda gögn, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, og því hafi rannsókn verið hætt. Þessu hafna samtökin alfarið líkt og fjallað var um í Heimildinni í júní.

Lögmannsstofan Réttur sendi tilkynninguna fyrir hönd samtakanna í gær.

Forsaga málsins er sú að svissnesku dýraverndunarsamtökin Tierschutzbund Zurich (TSB) og þýsku samtökin Animal Welfare Foundation (AWF) gáfu út heimildarmynd í lok nóvember árið 2021 um blóðmerahald á Íslandi. Myndin vakti mikla athygli og hörð viðbrögð en í henni sást grimmileg meðferð á hryssum sem nýttar eru til að afla blóðs fyrir fyrirtækið Ísteka. Blóðmerahald er ekki stundað víða um heim, aðallega í nokkrum Suður-Ameríkuríkjum utan Íslands. Í blóði fylfullra mera er meðgönguhormón sem nýtt er til framleiðslu á frjósemislyfjum. Lyfin eru gefin öðrum búfénaði í haldi manna, m.a. svínum og nautgripum, aðallega í Evrópu.

Aðeins örfáum dögum eftir að heimildarmyndin var birt ákvað Matvælastofnun að hefja rannsókn á aðbúnaði og meðferð blóðmera á Íslandi. Var samtökunum tilkynnt um þetta bréfleiðis og óskað eftir að þau tilgreindu býlin sem um ræddi, að gefnar væru upp dagsetningar upptakanna og að MAST fengi afhent óklippt myndefni sem tekið var upp á býlunum.

Samtökin svörðu því til að í ljósi þess hve persónugreinanlegt myndefnið væri treystu þau sér ekki til að afhenda það. Hins vegar lýstu þau sig reiðubúin að afhenda það lögreglu ef hafin yrði rannsókn á málinu. Þessi samskipti við MAST eru meðal þeirra fjölmörgu gagna sem Réttur hefur sent eftirlitsnefndinni.

Höfðu frumkvæði að samskiptum við lögreglu

Í lok janúar í fyrra, um tveimur mánuðum eftir birtingu heimildarmyndarinnar, settu samtökin sig í samband við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi til að upplýsa um gögnin sem þau hefðu undir höndum og til að sýna samstarfsvilja. Þau útskýrðu sömuleiðis það sem þau töldu skyldu sína; að gæta að persónuvernd. Samtökin ítrekuðu hins vegar að þau væru viljug til að afhenda hið upprunalega myndefni.

Um tveimur mánuðum síðar barst samtökunum bréf frá lögreglunni þar sem upplýst var að rannsókn á málinu væri hafin og óskað eftir öllum upprunalegum gögnum og upplýsingum sem samtökin byggju yfir.

Í fjötrumFylfull hryssa bundin upp, líkt og það kallast, á blóðtökubás á býli á Suðurlandi. Í heimildarmyndinni mátti sjá fólk sem hafði umsjón með blóðtökunni slá fast og ítrekað til meranna sem augljóslega voru skelfingu lostnar.

Í kjölfarið segjast samtökin hafa byrjað að safna saman því efni sem þau áttu og koma á form sem hægt væri að afhenda lögreglunni. Í þeirri vinnu, segja samtökin í tilkynningu sinni til eftirlitsnefndarinnar, fólst m.a. að tryggja að afhendingin færi eftir laganna leiðum og kom lögmaður þýsku samtakanna að málum.

Þessi sami lögmaður upplýsti í kjölfarið lögregluna um að til að tryggja bæði persónuverndarsjónarmið og sönnunargildi gagnanna fyrir dómi væri að hans mati réttast að setja fram beiðni um réttaraðstoð til þýskra yfirvalda. Lögmaðurinn gaf íslensku lögreglunni einnig leiðbeiningar um hvaða þýsku kollegar þeirra gætu tekið við slíkri beiðni og svo hægt væri að afhenda myndefnið.

Og svo liðu margir mánuðir

Tæpt ár leið hins vegar áður en samtökin heyrðu aftur frá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi er aðstoðarsaksóknari þess lýsti því í tölvupósti 25. janúar í ár að verið væri að vinna að réttarbeiðni og óskaði leiðsagnar samtakanna í þeim efnum.

Allt kom fyrir ekkiYfirlögregluþjónninn fór með rangt mál í fjölmiðlum um málið að sögn dýraverndunarsamtakanna.

Í sumar kom fram í fjölmiðlum að lögreglurannsókn á meðferðinni á hryssunum sem afhjúpuð var í heimildarmyndinni hafi verið felld niður strax í janúar, nánar tiltekið þann 26. þess mánaðar – aðeins degi eftir að saksóknari embættisins óskaði leiðsagnar samtakanna.

„Málinu var vísað frá vegna skorts á gögnum. Það var fellt niður í lok janúar á þessu ári. Við vorum með það í ár í skoðun og það fengust ekki gögn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“
Sveinn Kristján Rúnarsson,
yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is

Í frétt mbl.is þann 28. júní sagði að rannsóknin hefði verið felld niður vegna skorts á sönnunargögnum erlendis frá og að lögreglan hefði reynt „ítrekað að komast yfir frekari gögn frá dýraverndunarsamtökunum sem uppljóstruðu málinu en allt kom fyrir ekki [...] samtökin hafa skýlt sér á bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn,“ sagði m.a. í frétt mbl.is.

Þar var svo haft eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi: „Málinu var vísað frá vegna skorts á gögnum. Það var fellt niður í lok janúar á þessu ári. Við vorum með það í ár í skoðun og það fengust ekki gögn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“

„Og aldrei kom neitt“

Í byrjun júlí birti Heimildin frétt þar sem Sveinn Kristján var spurður út í störf embættisins við rannsókn málsins og hélt hann því fram að „margbúið“ hefði verið að biðja um gögnin „og aldrei kom neitt“. Hann sagðist hins vegar þurfa að glöggva sig betur á því hvort réttarbeiðnin hefði verið send.

Í tilkynningu Réttar til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu kemur fram að þýsk lögregluyfirvöld hafi staðfest með tölvupósti um miðjan júlí að engin beiðni um gagnkvæma réttaraðstoð hafi borist frá Íslandi. Þá sé saksóknara í Freiburg í Þýskalandi ekki heldur kunnugt um að slík beiðni hafi borist.

Dýraverndunarsamtökin gera alvarlegar athugasemdir við þessa atburðarás. Í fyrsta lagi telja þau niðurfellingu rannsóknarinnar með engu móti réttlætanlega og taka verði til athugunar hvers vegna lögreglan hafi ekki sinnt störfum sínum líkt og henni beri að gera. Þá sé framganga yfirlögregluþjónsins í fjölmiðlum vegna málsins „með öllu óásættanleg, á skjön við siðareglur, í ósamræmi við sannleikann og gögn málsins“. Því verði nefndin að taka störf lögreglunnar til athugunar.

Samtökin telja þá atburðarás sem leiddi til niðurfellingar rannsóknarinnar starfsaðferð sem standist „enga skoðun“ og gefi tilefni til skoðunar með tilliti til lögreglulaga. Áhyggjuefni sé að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi „virðist ekki vera í stakk búið til að fylgja eftir og klára upplýsingaöflun við rannsókn máls um refsiverða háttsemi, sem hafi tengsl út fyrir landsteinana“.

Samkvæmt upplýsingum yfirlögregluþjónsins hafi aðeins liðið einn dagur frá því að óskað var leiðbeininga um þýsk lög frá embættinu og að ákveðið var að fella málið niður. Því sé ljóst að ekki var beðið eftir svörum frá samtökunum áður en sú ákvörðun var tekin. „Því liggur fyrir að þrátt fyrir skýrar vísbendingar um að lögbrot og ill meðferð dýra ætti sér stað, gögn hafi verið til um þá meðferð, og líkur væru á áframhaldandi brotum í ljósi þess að blóðmerahald er enn stundað, hafi embættið hætt rannsókn,“ segir í tilkynningunni til nefndarinnar.

Nýverið greindi Heimildin m.a. frá að minnsta kosti átta fylfullar hryssur hefðu drepist í tengslum við blóðtöku hér á landi í fyrra. Einhverjum þeirra blæddi út.

Rýrir trúverðugleika

Dýraverndunarsamtökin telja framkomu yfirlögregluþjónsins „óviðunandi og ámælisverða“. Fullyrðingar hans í fjölmiðlum í sumar séu ekki í samræmi við gögn málsins eða samskipti embættisins við samtökin og séu ósönn. Slíkt sé skaðlegt fyrir umræðu um málið auk þess sem það rýri trúverðugleika samtakanna og valdi þeim orðsporshnekki. Það sama megi segja um trúverðugleika lögreglunnar sjálfrar.

Samtökin hafi verið sökuð um skort á samstarfsvilja og að hafa haldið eftir gögnum þegar þau hafi þvert á móti haft frumkvæði að samskiptum við lögregluna og leiðbeint um hvernig tryggja mætti að gögnin stæðust skoðun dómara. „Eru slíkar aðdróttanir alvarlegar.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Enn eitt dæmi þess að íslensk stjórnsýsla er í molum.
    1
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    greinilegt ad einhverjir thurfa hysja sýna brók vandlega , audvitad verdur rannsaka thetta ,thegar yfirvaldid lætur hreinlega lýgi og annad óvandad efni fram án rökstudnings eda skýringa, sem sagt hrútaskýring af verstur sort.
    2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Takk fyrir að standa með dýravermd og gegn þöggun.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár