Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor“ – Saksóknari segir þetta rétt að byrja

Rex Heu­er­mann hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að myrða þrjár kyn­lífs­verka­kon­ur og er sterk­lega grun­að­ur um morð á þeirri fjórðu. Lík­in af þeim voru þau fyrstu sem fund­ust á strönd í Long Is­land fyr­ir þrett­án ár­um en alls hafa fimmtán lík fund­ist þar og eng­inn veit hver kom þeim þar fyr­ir. Mál­ið hef­ur vak­ið mikla at­hygli hér­lend­is þar sem eig­in­kona Heu­er­mann er ís­lensk. Hér er sag­an öll.

„Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor“ – Saksóknari segir þetta rétt að byrja
Handtekinn Handtaka Heuermann hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum enda morðin á Gilgo-ströndinni með þekktustu óleystu fjöldamorðunum á austurströnd Bandaríkjanna. Mynd: Fógetinn í Suffolk-sýslu

„Það var á vorkvöldi árið 2010 sem Shannan Gilbert hvarf eftir að hafa sést hlaupa í gegn um Oak-strandar hverfið, öskrandi á hjálp. Enginn sem heyrði af hvarfi hennar velti mikið fyrir sér hvað varð um þessa 24 ára konu. Hún seldi sig á Craigslist og var á flótta, en enginn vissi undan hverjum. Lögreglan í Suffolk-sýslu sýndi hvarfi hennar líka lítinn áhuga – þar til sjö mánuðum seinna þegar fjögur lík fundust við hraðbraut í nágrenninu. Jafnt bil var á milli líkanna og þau voru öll vafin inn í efni úr strigapokum. En engin af þeim var Shannan.“

Þessi lýsing er aftan á metsölubókinni Lost Girls – An Unsolved American Mystery sem kom út árið 2013 og byggir á rannsóknarvinnu verðlaunablaðamannsins Robert Kolker. Fyrir þremur árum gerði Netflix þáttaseríu byggða á bókinni.

Ljóst er að símtal Shannan í neyðarlínuna leiddi til þess að líkin fundust, en í símtalinu sagði hún: „Það er eitthvað að fara að koma fyrir mig … Það er einhver á eftir mér …“  Enn er ekki vitað hvað kom fyrir Shannan en lík hennar fannst á Gilgo-ströndinni ári seinna en þessi fjögur fyrstu.

Aldrei fengið raunverulegt nafn - fyrr en nú

Líkin fjögur voru af ungum kynlífsverkakonum sem seldu sig í gegn um Internetið. Málið vakti gríðarlega athygli og hefur morðingi þeirra í gegn um árin verið kallaður Gilgo-strandar fjöldamorðinginn. Raunar eru nöfnin fleiri. Hann hefur verið kallaður Long Island-morðinginn, Craigslist Ripper og Manorville slátrarinn.

Það var ekki fyrr en á föstudag sem raunverulegt nafn hans var ljóst, en þá var gefin út ákæra gegn Rex Heuermann vegna morða á þremur af þessum fjórum konum. Heuermann er 59 ára arkitekt með eigin stofu í Manhattanhverfi New York-borgar. Hann er einnig sterklega grunaður um að hafa myrt þá fjórðu.

„Dömur mínar og herrar. Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor – rándýr sem hefur rústað fjölskyldum“
Lögreglumaður í Suffolk-sýslu

Allar konurnar fjórar voru kyrktar. Gjarnan hefur verið fjallað sérstaklega um mál þeirra sem mál „Gilgo-strandar fjórmenninganna“ eða „The Gilgo-beach Four.“ Á blaðamannafundi lögreglunnar í Suffolk-sýslu á föstudag sagði lögreglumaðurinn Rodney Harrison: „Dömur mínar og herrar. Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor – rándýr sem hefur rústað fjölskyldum“.

Alls hafa ellefu lík fundist í nágrenninu á um sextán ára tímabili sem tengd hafa verið við Gilgo-strandar morðin en flest málin eru enn óleyst. Níu þessara líka voru af ungum konum, eitt af karlmanni og eitt af tveggja ára stúlku. Ekki hefur enn verið borið kennsl á þau öll.

Hér sést hvar fleiri lík fundust við strandveginn.

„Allir hættu að fara á ströndina á kvöldin. Fólk var sannfært um að það væri raðmorðingi á ferðinni,“ sagði Alexandra Calabro í samtali við The Guardian, nágranni Heuermann, eftir að hann var handtekinn.

Melissa, Megan, Amber og Maureen

Þær þrjár konur sem hann er ákærður fyrir að hafa myrt hétu Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Costello.

Melissa Barthelemy var 24 ára þegar hún hvarf sumarið 2009. Hún bjó í Bronx-hverfi New York og hafði selt þjónustu sína sem fylgdarkona í gegn um Craigslist sem er auglýsingasíða á netinu þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar. Kvöldið sem hún hvarf átti hún fund með viðskiptavini og lagði 900 dollara inn á bankareikninginn sinn. Viku seinna byrjaði systir hennar sem var á táningsaldri að fá ógeðfelld skilaboð úr síma Melissu þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún „væri hóra eins og systir sín.“ Símtölin urðu sífellt meira truflandi þar til sá sem hringdi sagði að Melissa væri dáin og að hann ætlaði að „horfa á hana rotna“.

Megan Waterman var 22ja ára þegar hún hvarf sumarið 2010 eftir að hafa sett auglýsingu á Craigslist þar sem sagðist bjóða upp á þjónustu sem fylgdarkona. Megan var þolandi mansals. Daginn áður en hún hvarf sagði hún við kærastann sinn að hún ætlaði út og myndi hringja í hann síðar. Hún sást síðast á móteli í nágrenni við Gilgo-ströndina.

Amber Lynn Costello var 27 ára þegar hún hvarf haustið 2010. Hún var kynlífsverkakona og heróínfíkill. Þegar hún var aðeins sex ára gömul beitti nágranni hana kynferðisofbeldi. Hún ánetjaðist fíkniefnum á táningsaldri. Kvöldið sem hún hvarf fór hún að hitta ókunnugan mann sem bauð 1500 dollara fyrir þjónustu hennar. Hún bjó þá í smábænum West Babylon í nágrenni Gilgo-strandar. Fjölskylda hennar tilkynnti ekki strax um mannshvarf þegar hún hætti að svara í síma því þau héldu að hún væri í fíkniefnameðferð.

Fjórða konan sem Heuermann er sterklega grunaður um að hafa myrt, en hefur ekki verið ákærður vegna, er Maureen Brainard-Barnes. Hún var 25 ára þegar hún hvarf sumarið 2007. Maureen var tveggja barna móðir og starfaði við fylgdarþjónustu til að geta borgað af húsnæðisláninu sínu. Hún hafði hætt að starfa sem kynlífsverkakona í sjö mánuði en tók aftur upp þráðinn þegar selja átti húsið hennar á nauðungarsölu. Stuttu eftir að hún hvarf fékk vinkona hennar símtal úr ókunnugu númeri frá manni sem sagði Maureen vera lifandi og hann hefði séð hana „á hóruhúsi í Queens.“

Hér sést hvar lík kvennanna fjögurra fundust. Þetta voru fyrstu líkin sem fundust á ströndinni.

Lík Melissu, Megan, Amber og Maureen fundust fyrir tilviljun þegar leitað var að Shannan Gilbert, sem sagt var frá hér í byrjun, en ekki er talið að Heuermann hafi myrt hana.

Íslensk eiginkona

Handtaka Heuermann hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og fjallað um hana í öllum helstu fjölmiðlum.

Einn hinna heimsfrægu Baldwin-bræðra, leikarinn William Baldwin, skrifaði til að mynda tvít þar sem hann sagði að hinn grunaði í Gilgo-strandar morðunum hefði verið með honum í bekk.

Vísir.is greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu og sagði jafnframt frá því að eiginkona Heuermann væri íslensk, Ása Guðbjörg Ellerup. Þau hjónin eru búsett í Massapeque Park á Long Island, rétt norðan við Gilgo-strönd. Greint hefur verið frá því að á heimili þeirra hafi búið dóttir hans og sonur, en upplýsingar um hvort hann á þau með Ásu hafa verið misvísandi. Hún er önnur eiginkona hans. Dóttirin heitir Victoria, er 26 ára gömul og vann með föður sínum á arkitektastofunni. Sonurinn er á þrítugsaldri og með fötlun.

Ása Guðbjörg Ellerup

Ása blandaðst þannig inn í rannsóknina að hár úr henni fannst hjá þremur af líkum kvennanna. Hún var hins vegar stödd utan New York-ríkis með börnunum þegar þær hurfu og liggur hún ekki undir grun.  Þegar Melissa hvarf 2009 var Ása til að mynda á Íslandi. Samkvæmt lögreglu er talið líklegt að hárin hafi einfaldlega borist með Heuermann, líklega á fatnaði hans, af þeirra sameiginlega heimili.

New York Post fjallar sérstaklega um gamlan Twitter-reikning Ásu og leggur þar út af með að hún elski myndasöguhátíðir á borð við Comic con þar sem fólk klæðir sig upp eins og uppáhalds myndasögufígúran sín, hún njóti þess að skipuleggja ferðalög en finnist óþægilegt að versla í margmenni og sé ekki hrifin af kulda.

Rannsóknin endurvakin í fyrra

Rannsókn á Gilgo-strandar morðunum hafði verið hætt en hún var endurvakin í fyrra, og fljótt bárust böndin að Heuermann. Hann var handtekinn fyrir utan skrifstofu sína á Manhattan skömmu eftir að lögreglan fann DNA-sýni úr honum á skorpu af pítsu sem var í pítsukassa sem hann hafði hent í almenningsruslatunnu. DNA-sýnið passaði við hár sem fannst á einu líkinu.

Skorpan sem gerði útslagiðKassinn utan um pítsuna og ruslafatan þar sem lögregla fann hann.

Bent hefur verið á að þetta sé gott ár fyrir pítsakassa þegar kemur að glæpamálum en í ársbyrjun var Andrew Tate handtekinn í Rúmeníu grunaður um mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi eftir að hann talaði til umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg á myndbandi þar sem sáust tveir pítsakassar sem munu hafa komið lögreglunni á sporið hvar hann væri staddur.

DNA-sýnið var lokahnykkurinn. Heuermann var fyrst tengdur við málið vegna bílsins sem hann ók árin 2009-2010, Chevrolet Avalanche, sem sást við heimili einnar konunnar áður en hún hvarf.  Lýsing vitnis á manni sem hafði séð hann með Amber kvöldið áður en hún hvarf passaði við Heuermann sem er stór og þrekinn. Hann er sagður hafa fengið sér nýjan einnota síma sem hann hafi notað í tengslum við hvert morð en á símana hafi hann líka tekið myndir af sér og sent konunum. Hann tók líka sjálfur og setti á Tinderprófíl með fölsku nafni. Þá hafi hann verið með fjölda netfanga sem hann notaði.

Myndir sem Heuermann birti á Tinder

Var lagður í einelti í skóla

Maður sem útskrifaðist úr Alfred Berner High School ásamt Heuermann árið 1981 segir í samtali við New York Post að hann hafi haldið sig til hlés. „Rex var þögull, passívur og feiminn,“ segir hann. „Ég finn til með konunni hans og börnunum,“ segir skólafélaginn fyrrverandi ennfremur.

Maureen Holpit, sem var með Heuermann í Alfred Berner skólanum, segir í samtali við U.S. Sun að hann hafi verið lagður í einelti og hún fundið til með honum. Henni brá mjög þegar hún heyrði af handtökunni. „Mér finnst það mjög krípí því hann var alltaf svo rólegur, yfirlætislaus og svolítið nörd,“ segir hún. Holpit segist hafa reynt að vera góð við hann út af eineltinu en hann misskilið það og hafi haldið hana vera skotna í sér. Hann hafi skilið eftir handa henni alls konar miða, til dæmis þar sem stóð „Ég er hrifinn af þér. Ert þú hrifin af mér?“ og síðan voru tvö box þar sem hægt var að haka við já eða nei. Hún segir hann hins vegar hafa sýnt því skilning þegar hún sagðist bara vilja vera vinkona hans.

Tímaspursmál um næsta morð

Lögreglan segist hafa handtekið Heurmann núna af ótta við að hann myndi myrða fleiri. Hann hafi áfram verið virkur samskiptum við kynlífsverkakonur þar sem hann niðurlægði þær, og leit lögregla nánast á það sem tímaspursmál hvenær hann myndi drepa aftur. Þá var lögregla líka mjög meðvituð um að hann fylgdist náið með rannsókninni og var því passað vel upp á að ekkert myndi leka út.

Saksóknari í málinu segir að á fjórtán mánaða tímabili hafi Heuermann leitað yfir 200 sinnum að efni tengdu rannsókninni á Gilgo-strandar morðunum.  Meðal þess sem mátti finna í leitarsögu hans var „Af hverju gat lögregla ekki rakið símtöl Long Island morðingjans“, „Kortlagning á fórnarlömbum Long Island morðingjans“, „Lögregla hefur nýja rannsókn á morðunum á Gilgo-ströndinni“ og  „Ný símtækni getur verið lykillinn að rannsókninni á Long Island-morðingjanum“.

Leitarsagan hans sýndi ennfremur að hann leitaði mikið að myndum af konunum sem hurfu sem og að upplýsingum um fjölskyldur þeirra, svo sem hvar fjölskyldumeðlimir þeirra ættu heima.

Í ákæruskjalinu er einnig fjallað um að hann hafi leitað á netinu að pyntingaklámi og stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum en afar truflandi dæmi sem nefnd eru til að mynda „girl begging for rape porn“, „Crying girl painful anal“, „pretty girl with bruised face porn“ og „Old Janitors gangbang little school girl“.

Þegar hann var leiddur fyrir dómara á föstudag neitaði Heuermann sök. Ása, eiginkona hans, var greinilega í uppnámi þegar blaðamenn Newday sáu hana við dómsalinn, og þegar hún var spurð um stöðu eiginmannsins sagði hún einfaldlega: „Vinsamlegast látið mig í friði. Ég ætla ekki að tjá mig neitt“. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á að vera látinn laus gegn tryggingu.

Saksóknari sagði fyrir helgi við blaðamenn að enn ætti eftir óska eftir fleiri leitarheimildum og að rannsóknin myndi halda áfram. „Þetta mál er ekki búið. Þetta er rétt að byrja,“ sagði hann.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár