Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ástráður skipaður ríkissáttasemjari

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur skip­að Ást­ráð Har­alds­son í embætti rík­is­sátta­semj­ara til næstu fimm ára.

Ástráður skipaður ríkissáttasemjari
Nýi sátti Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður ríkissáttasemjari. Mynd: Ríkissáttasemjari

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí. Frá þessu er sagt í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag.

Embættið var auglýst þann 2. júní í kjölfar þess að að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá embættinu, en Ástráður hafði verið settur í embættið tímabundið frá 1. júní.

Umsóknarfrestur var til og með 19. júní og alls bárust sex umsóknir um embættið. Umsækjendur metnir af ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði, en nefndin var skipuð fulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins og ráðherra.

Tveir umsækjendur þóttu mjög vel hæfir

Nefndin skilaði álitsgerð sinni 10. júlí og var niðurstaða hennar að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embætti ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það hafi verið mat félags- og vinnumarkaðsráðherra að af þeim tveimur umsækjendum sem nefndin taldi mjög vel hæfa til að gegna embætti ríkissáttasemjara uppfylli Ástráður best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem gegnir embættinu.

Auk Ástráðs sóttust þau Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms, Hilmar Már Gunnlaugsson lyfjafræðingur, Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga, Muhammad Abu Ayub vaktstjóri og Skúli Þór Sveinsson sölumaður, eftir embættinu.

Ástráður Haraldsson lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1991 og var skipaður hæstaréttarlögmaður árið 1995. Hann starfaði svo sem lögmaður í á þriðja áratug áður en hann tók við embætti héraðsdómara í janúar árið 2018.

Til viðbótar hefur hann verið prófdómari í vinnurétti auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu í vinnurétti. Hann hefur einnig haft aðkomu að embætti ríkissáttasemjara í störfum sínum, en hann var í hlutastarfi sem aðstoðarsáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2019 þar til hann tók við embætti dómara við Félagsdóm árið 2022. Hann var settur ríkissáttasemjari í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í febrúar og mars árið 2023 eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá þeirri deilu, auk þess sem hann hefur verið settur ríkissáttasemjari frá 1. júní 2023, sem áður segir.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár