Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.

<span>Ríkisendurskoðandi:</span> „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
Segir greinargerðina aldrei hafa átt að fara úr húsi Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir dreifingu á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol brot á lögum. Mynd: Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, Sigurðar Þórðarsonar, og mun ekki svara fyrir hana eða skoðanir hans. Dreifing og birting greinargerðarinnar er brot á lögum, á greinargerðinni voru augljósir annmarkar og Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af töluverðum hluta mála sem hann þó hafði afskipti af.

Þetta er meðal þess sem Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í svari sínu til Heimildarinnar, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við birtingu greinargerðar Sigurðar um málefni Lindarhvols, sem og viðbrögðum við frétt Heimildarinnar um athugasemdir þær sem Sigurður setti fram í bréfi til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, í febrúar 2021.

Gerði harðorðar athugasemdir

Svo sem sagt var frá í frétt Heimildarinnar gerði Sigurður í bréfinu margar og harðorðar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol, sem birt var árið 2020.

Sigurður segir þannig að alvarlega hafi verið vegið að starfsheiðri sínum í skýrslunni, með því að ekki hafi verið borin undir hann þau efnisatriði skýrslunnar sem snúi beint að honum. Auk þess hafi Sigurði ekki verið kynnt bréf ríkisendurskoðanda, sent til forseta Alþingis í september 2020, þar sem því er haldið fram að greinargerð Sigurðar innihaldi staðreyndavillur og missagnir.

Sigurður gerir fleiri athugasemdir við skýrsluna, meðal annars að misfarið sé með þegar virðisaukning stöðugleikaeigna sé alfarið eignuð Lindarhvoli þegar tilfellið sé að hana megi að mestu rekja til arðgreiðslna Íslandsbanka, sem hafi verið í umsjón Bankasýslunnar. Athugasemdir Sigurðar eru fleiri eins og áður var rakið í frétt Heimildarinnar.

Skúli Eggert vildi ekki tjá sig

Heimildin hafði samband við Skúla Eggert Þórðarson, sem var ríkisendurskoðandi þegar umrædd skýrsla var unnin og birt, sem og þegar stofnunin sendi forseta Alþingis umrætt bréf árið 2020. Spurði blaðamaður Skúla Eggert um viðbrögð hans við birtingu greinargerðar Sigurðs, sem og þær ávirðingar sem hann setti fram á hendur embættinu.

„Nei, ég hef ekki áhuga á að tjá mig um það og alls ekki að eiga orðastað við Sigurð.“
Skúli Eggert Þórðarson
fyrrverandi ríkisendurskoðandi, um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar.

 Skúli Eggert svaraði eftirfarandi:

Skúli Eggert Þórðarsonfyrrverandi ríkisendurskoðandi

„Þú veist að ég er hættur“

Ég geri mér grein fyrir því en þú engu að síður barst ábyrgð á gerð skýrslunnar sem birtist 2020.

„Já, Guðmundur Helgason er ríkisendurskoðandi og hann svarar fyrir verkefni embættisins.“

Já, en þú vilt þá ekki tjá þig um það sem segir í bréfi Sigurðar um að hann telji að með skýrslu Ríkisendurskoðunar sé vegið alvarlega að starfsheiðri hans, skýrslu sem sannarlega var unnin á þinni vakt?

„Nei, ég hef ekki áhuga á að tjá mig um það og alls ekki að eiga orðastað við Sigurð.“

Afstaða Ríkisendurskoðunar óbreytt

Heimildin hafði samband við Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, sem tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári, fyrst tímabundið en síðar kjörinn. Guðmundur Björgvin var því ekki í embætti þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var unnin en hann hóf hins vegar störf hjá embættinu árið 2019, sem forstöðumaður Akureyrarstofu, sviðstjóri tekjueftirlits og staðgengill ríkisendurskoðanda.

Guðmundur Björgvin svaraði fyrirspurn Heimildarinnar um málefni Lindarhvols og Sigurðar Þórðarsonar með því að vísa í tilkynningu Ríkisendurskoðunar frá 3. mars síðastliðnum. „Þar sem málefni Lindarhvols eru enn til umræðu á vettvangi Alþingis, þá sérstaklega hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, telur Ríkisendurskoðun að svo stöddu rétt að koma sjónarmiðum embættisins fyrst og fremst á framfæri á þeim vettvangi,“ sagði Guðmundur Björgvin.

„Dreifing og birting greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar gengur að mati Ríkisendurskoðunar í berhögg við ákvæði laga“
Guðmundur Björgvin Helgason
ríkisendurskoðandi

Guðmundur Björgvin bætti þó við að afstaða Ríkisendurskoðunar væri enn sú sama og birtist í tilkynningunni í mars. „Dreifing og birting greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar gengur að mati Ríkisendurskoðunar í berhögg við ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hvað varðar meðferð vinnugagna og málsmeðferð, þar á meðal andmælarétt þeirra aðila sem fjallað er um í greinargerðinni. Eins og fram kemur í bréfi Sigurðar sjálfs þegar hann skilaði greinargerðinni er greinargerðin ekki fullunnin og hefur hún þ.a.l. ekki að geyma ályktanir og niðurstöður um verkefnið. Hún hafði heldur ekki verið send til umsagnar þeirra sem um er fjallað. Gögn eða skýrsludrög Ríkisendurskoðunar eiga ekki erindi út úr húsi fyrr en að slíkum grundvallar málsmeðferðarreglum er gætt.“

Segir augljósa annmarka hafa verið á greinargerð Sigurðar

Guðmundur Björgvin var spurður út í þær ávirðingar sem koma fram í bréfi Sigurðar til forseta Alþingis, um að í skýrslu Ríkisendurskoðunar birtust árásir á starfsheiður hans, í henni væru staðreyndavillur og rangtúlkanir á fyrri vinnu Sigurðar. Guðmundur Björgvin vildi lítið bregðast við þeim athugasemdum.

„Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eða birtingu hennar“
Guðmundur Björgvin Helgason
ríkisendurskoðandi

„Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eða birtingu hennar og mun ekki svara fyrir hana eða skoðanir hans, hvorki þær sem hann hafði sem settur ríkisendurskoðandi á sínum tíma eða þær sem hann virðist síðar hafa myndað sér. Vegna augljósra annmarka á greinargerðinni átti Ríkisendurskoðun ekki annan kost á sínum tíma en að fara yfir málið og öll gögn þess frá grunni. Í því fólst meðal annars að afla skýringa stjórnar Lindarhvols ehf. á öllum þeim atriðum sem Sigurður fjallar um í ófullunninni greinargerð sinni. Að mati Ríkisendurskoðunar fengust í öllum tilfellum fullnægjandi skýringar frá stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðun vann í framhaldinu þá lokaskýrslu um málefni Lindarhvols ehf. sem skilað var til Alþingis í apríl 2020,“ sagði Guðmundur Björgvin.

Átti ekkert með að kalla eftir upplýsingum

Eitt af því sem Sigurður gerði hvað mestar athugasemdir við í greinargerð sinni, og sem hann bendir á í bréfi sínu til þingforseta, var að hann hefði víða komið að lokuðum dyrum þegar hann kallaði eftir upplýsingum er hann taldi lúta að starfsemi Lindarhvols. Sú andstaða hefði gert honum illkleift að sinna starfi sínu. Guðmundur Björgvin segir að á þessu séu fullkomlega eðlilegar skýringar. Nefnilega að Sigurður hafi verið að kalla eftir upplýsingum sem hann átti ekkert með að kalla eftir eða fá. Ýmsar upplýsingabeiðnir Sigurðar hafi lotið að atriðum sem féllu utan afmörkunar verkefnis hans og heimildar embættis hans.

„Ólíkt því sem fram hefur verið haldið hafði Sigurður aldrei fullar heimildir ríkisendurskoðanda í störfum sínum. Verkefni Sigurðar sem settur ríkisendurskoðandi takmarkaðist við að annast endurskoðun og hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármála- og efnahagsráðherra og Lindarhvols ehf., sbr. 4. mgr. laga nr. 25/2016 um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, með síðari breytingum. Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum utan þessarar afmörkunar.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Leyndarhyggjan gagnvar þessum málum öllum er náttúrlega algjörlega í anda stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Ef bjarN1 benediktsson og hyskið í kringum hann fer ekki að hirða pokana sína.
    Þá þarf einfaldlega að fjarlæja þau með valdi og stokka svo ærlega upp í fjölskyldu atvinnuáskriftar í öllum ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum.

    When the power of love overcomes the love of power, this world will see peace.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Lyktin af þessu máli verur alltaf verri og verri. Það verður að stofna rannsóknarnefnd alþingis sem skoðar t.d. setningarbréf Sigurðar Þórðarsonar þannig að menn viti hvaða mál hann átti að skoða og hvernig þær niðurstöður yrðu birtar. Viðbrögð þeirra sem á hann deila, sérstaklega núverandi ríkisendurskoðanda benda eindregið til að hér eigi eitthvað að fela.
    7
  • trausti þórðarson skrifaði
    Verkefnið var að annast endurskoðun og hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármálaráðherra og Lindarhvols ehf en mátti ekki kalla eftir upplýsingum??????????????????????????
    8
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi lesning er ótrúleg. Það er eins og embættismenn telji það lagabrot að það sé fylgst með störfum þeirra. Að það sé eðlilegt að halda upplýsingum leyndum bara af því að einhverjum komi þær ekki við.
    15
    • Margrét Rögnvaldsdóttir skrifaði
      Sammála þetta eru þau sem vilja að óþverrinn komi ekki upp á yfirborðið þar á meðal Ríkisendurskoðandi hann er greinilega ekki að vinna fyrir almening
      9
    • Siggi Rey skrifaði
      Hér er D liðið að draga mannorð Sigurðar í svaðið! Verið að reyna bjarga yfirfullum flór D manna!
      10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lindarhvoll

Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
FréttirLindarhvoll

Sig­urð­ur Þórð­ar­son: „Veg­ið al­var­lega að starfs­heiðri mín­um“

Sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi vegna Lind­ar­hvols, Sig­urð­ur Þórð­ar­son, gerði marg­ar og harð­orð­ar at­huga­semd­ir við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í bréfi sem hann sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Al­þing­is í fe­brú­ar 2021. Sagði hann með­al ann­ars að Rík­is­end­ur­skoð­un rangtúlk­aði bæði gögn um virð­is­aukn­ingu stöð­ug­leika­eigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórn­skipu­lag fé­lags­ins.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár