Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heitasta vika frá upphafi mælinga

Í kjöl­far heit­asta júní­mán­að­ar frá upp­hafi mæl­inga hef­ur met yf­ir með­al­loft­hita á jörð­inni ver­ið sleg­ið. El Niño er far­inn að láta á sér kræla en áhrifa frá veðra­fyr­ir­brigð­inu mun gæta fram á næsta ár.

Heitasta vika frá upphafi mælinga
Peking Kona og barn gæða sér á ís undir sólhlíf til að gera hitann bærilegri. Það hefur verið gríðarlega heitt í Kína líkt og víða annars staðar síðustu vikur. Hitinn var um og yfir 40 gráður nánast alla síðustu viku. Mynd: AFP

Fyrsta vika júlímánaðar var sú heitasta frá upphafi mælinga samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Bráðabirgðaniðurstöðurnar benda til þess að þann 7. júlí hafi meðallofthiti á jörðinni verið 17,24 gráður og litlu minni dagana á undan eða 17,23 gráður þann 4. júlí og 17,22 gráður 5. og 6. júlí. Fyrra met er frá ágúst 2016 þegar meðallofthiti stóð í 16.94 gráðum. 

Á vef WMO segir einnig að hátt hitastig sjávar um þessar mundir sé án fordæma og að hafísbreiðan á Suðurskautinu sé svo lítil að um met sé að ræða. Hiti á jörðinni hefur mælst hár það sem af er sumri en nýliðinn júní var heitasti júnímánuður frá upphafi mælinga.

„Methitastig á landi og í sjó hefur mögulega í för með sér voðaleg áhrif á bæði vistkerfi og umhverfið. Hitametin varpa ljósi á þær víðtæku breytingar sem nú eiga sér stað í kerfum jarðarinnar og eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum,“ segir í …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár