Fyrsta vika júlímánaðar var sú heitasta frá upphafi mælinga samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Bráðabirgðaniðurstöðurnar benda til þess að þann 7. júlí hafi meðallofthiti á jörðinni verið 17,24 gráður og litlu minni dagana á undan eða 17,23 gráður þann 4. júlí og 17,22 gráður 5. og 6. júlí. Fyrra met er frá ágúst 2016 þegar meðallofthiti stóð í 16.94 gráðum.
Á vef WMO segir einnig að hátt hitastig sjávar um þessar mundir sé án fordæma og að hafísbreiðan á Suðurskautinu sé svo lítil að um met sé að ræða. Hiti á jörðinni hefur mælst hár það sem af er sumri en nýliðinn júní var heitasti júnímánuður frá upphafi mælinga.
„Methitastig á landi og í sjó hefur mögulega í för með sér voðaleg áhrif á bæði vistkerfi og umhverfið. Hitametin varpa ljósi á þær víðtæku breytingar sem nú eiga sér stað í kerfum jarðarinnar og eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum,“ segir í …
Athugasemdir