Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Slæmt að geta ekki lengur stokkið yfir götuna eftir rækju

Guð­rún Ásla Atla­dótt­ir er eig­andi Ca­fé Ri­is á Hólma­vík. Lok­un rækju­vinnslu bæj­ar­ins hef­ur tölu­verð áhrif á henn­ar rekst­ur, en hún hef­ur séð um að elda há­deg­is­mat fyr­ir starfs­fólk vinnsl­unn­ar alla virka daga. Á henni er þó eng­an bil­bug að finna.

Slæmt að geta ekki lengur stokkið yfir götuna eftir rækju

Viðmælendur Heimildarinnar á Hólmavík sögðu allir að áhrifin af lokun rækjuvinnslunnar á atvinnulífið í bænum væru víðtækari en einungis þau að tuttugu manns væru nú búin að missa vinnuna. 

Fyrirsjáanleg afleidd áhrif á annan atvinnurekstur væru einnig nokkur, bæði á iðnaðarmenn sem hefðu á stundum verið kallaðir til vinnu í rækjuvinnslunni, en kannski einna helst á veitingastaðinn Café Riis, sem stendur í einu elsta húsi Hólmavíkur, beint á móti rækjuvinnslunni.

Café Riis hefur séð um að elda mötuneytismat alla virka daga fyrir starfsfólk Hólmadrangs, þegar vinnsla hefur verið í gangi í verksmiðjunni. Það hefur töluverð áhrif á reksturinn að missa þau viðskipti, segir Guðrún Ásla Atladóttir, sem á og rekur Café Riis, í samtali við Heimildina.

Hún segir lokun rækjuvinnslunnar þó ekki breyta hennar áformum um að hafa opið frá hádegi og fram á kvöld í allan vetur, þrátt fyrir að það …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lokun Hólmadrangs

„Rækjan er bara fullreynd“
VettvangurLokun Hólmadrangs

„Rækj­an er bara full­reynd“

Það var ekki leng­ur rétt­læt­an­legt að kaupa rækju úr Bar­ents­hafi eða frá Kan­ada til þess að vinna hana á Hólma­vík, þar sem óseld rækja hef­ur nán­ast ver­ið að flæða út úr frystigeymsl­um Hólma­drangs. Stjórn­ar­formað­ur og rekstr­ar­stjóri vinnsl­unn­ar ræddu rækju­mark­að­inn, með­al ann­ars vax­andi sam­keppni við ris­arækju sem al­in er „í drullupoll­um í As­íu“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár