Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 5 árum.

Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti

Í að­gerðaráætl­un gegn pen­inga­þvætti er lagt til að lög­um verði breytt þannig að nafn­laus­ir spil­ar­ar í spila­köss­um geti ekki sett há­ar fjár­hæð­ir í þá, tek­ið þær síð­an út sem vinn­inga og lát­ið leggja þær inn á sig sem lög­lega vinn­inga.

Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti

Nafn­lausir spil­arar í spila­kössum hér­lendis geta búið til „falska vinn­inga“ með því að hlaða allt að eitt hund­rað þús­und krónum í kass­ana í einu og í stað þess að spila fyrir féð þá prenta þeir ein­fald­lega strax út vinn­ings­miða. Hann er síðan hægt að inn­leysa og fá fjár­hæð­ina sem um ræðir milli­færða inn á reikn­ing vinn­ings­hafa. Þar með er búin til lög­mæt slóð fjár­muna. 

Ef upp­haf­legu fjár­mun­irnir voru ólög­lega fengn­ir, til að mynda vegna þess að þeir voru ávinn­ingur af fíkni­efna­sölu eða fé sem búið var að svíkja undan skatti, þá hefur ofan­greint atferli það í för með sér að pen­ing­arnir verða þvætt­að­ir. Fjár­munir sem aflað er ólög­lega fá lög­mæti og sá sem afl­aði þeirra getur notað þá að vild ann­ars staðar en í svarta hag­kerf­inu.

Þetta er meðal þeirra veik­leika sem til­greindir eru á pen­inga­þvætt­is­vörnum hér­lendis þegar kemur að notkun spila­kassa sem pen­inga­þvætt­is­véla í aðgerð­ar­á­ætlun gegn pen­inga­þvætti sem birt var á mánu­dag.

Í áætl­un­inni er lagt að lögum verði breytt strax á næsta ári þannig að rekstr­ar­að­ilar spila­kassa verði gert að inn­leiða áfyll­an­leg spila­kort sem tengd séu kenni­tölu og banka­reikn­ingi eða greiðslu­korti hvers spil­ara. Ef heim­ila eigi reiðufé áfram þá þurfi að tak­marka fjár­hæð veru­lega, til dæmis við 1500 krón­ur.

Mikil ógn

Íslandi stafar mikil ógn af margs­konar leiðum til að þvætta pen­inga sam­kvæmt áhættu­mati sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra fram­kvæmdi og birti í apríl síð­ast­liðn­um. 

Aðgerð­ar­á­ætl­unin sem birt var í upp­hafi viku byggir á því áhættu­mati en einnig á fjöl­mörgum aðfinnslum Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) um óvið­un­andi pen­inga­þvætt­is­varnir á Ísland­i. 

Í áætl­un­inni kemur fram að áhætta tengd bingói, happa­drætti og lottói sé metin lít­il. Pen­inga­þvætti sem fram getur farið í gegnum spila­kassa er hins vegar auð­velt og ógnin sem íslensku sam­fé­lagi stafar af því mik­il.

Tveir aðilar reka spilakasa hér­lend­is, ann­ars vegar Íslands­spil ehf., sem er í 64 pró­sent eigu Rauða kross­ins á Íslandi, 26,5 pró­sent eigu Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar og 9,5 pró­sent í eigu SÁÁ. Hins vegar er Happa­drætti Háskóla Íslands, sem rekur Gull­námu­kass­anna, en hagn­aður af þeirri starf­semi renn­ur, að frá­dregnu 150 milljón króna leyf­is­gjaldi til rík­is­ins, til nýbygg­inga á vegnum Háskóla Íslands og við­halds á eldri bygg­ingum hans. 

Heild­ar­velta árið 2017 í spila­kössum var 11,74 millj­arðar króna og útgreiddir vinn­ingar sama ár námu 8,1 millj­örðum króna. Því er um afar umfangs­mikla starf­semi að ræða.

Margir veik­leikar

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni kemur fram að veik­leik­arnir sem séu með pen­inga­þvætt­is­eft­ir­liti í gegnum spila­kassa séu marg­ir. Þar segir að algjör skortur hafi verið á eft­ir­liti með starf­sem­inni og að eng­inn til­greindur aðili hafi haft eft­ir­lit með þeim áður en að pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit rík­is­skatt­stjóra tók við því 1. jan­úar 2019 í sam­ræmi við ný heild­ar­lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, sem tóku þá gildi. Fum­varp af þeim lögum var lagt fram í fyrra eftir að FATF hót­aði að setja Ísland á lista yfir ósam­vinnu­þýð ríki í kjöl­far þess að sam­tökin höfðu gefið pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands algjöra fall­ein­kunn í úttekt sem birt var í apríl 2018. Síðan þá hafa íslensk stjórn­völd verið á fullu við að bæta ráð sitt til að lenda ekki á þeim lista. 

Í áætl­un­inni kemur einnig fram að rekstr­ar­að­ilar spila­kassa virt­ust skorta þekk­ingu á því með hvaða hætti starf­semi þeirra gat verið mis­notuð sem end­ur­spegl­að­ist meðal ann­ars í því að algjör skortur var á til­kynn­ingum frá þeim til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu um mögu­legt pen­inga­þvætt­i. 

Aðgengi að spila­kössum og vinn­ingsmiðum var líka talið upp sem veik­leiki sem og skortur á því að rekstr­ar­að­ila geri kröfur til orð­spors þeirra sem reka spila­staði.

Alvar­leg­asti veik­leik­inn er hins vegar fólgin í því að hægt sé að setja allt að 100 þús­und krónur í spila­kass­ana, taka þær strax út, fá þær lagðar inn á banka­reikn­ing við­kom­andi og þar með veita pen­ing­unum lög­mæt­i. 

Breyta lögum og tak­marka reiðufé

Fjöl­margar aðgerðir eru lagðar fram til að taka á ofan­greindum veik­leik­um. Hefja þurfi áhættu­miðað eft­ir­lit, gefa út fræðslu­efni um hættu­merki og aðferðir við mis­notkun fyrir spila­kassa og að hefja sam­tal við rekstr­ar­að­ila spila­kassa um að gera ein­göngu samn­inga við spila­staði þar sem gott orð­spor er tryggt ekki seinna en í sept­em­ber 2019.

Mik­il­væg­asta breyt­ingin sem lögð er til snýst þó um að breyta lögum með það í huga að tak­marka reiðufjár­notk­un. Í til­lög­unni felst að gera kröfu um að rekstr­ar­að­ilar spila­kassa inn­leiði áfyll­an­leg spila­kort sem  tengd séu kenni­tölu og banka­reikn­ingi eða greiðslu­korti við­kom­andi spil­ara. Ef heim­ila eigi reiðufé áfram þá þurfi að tak­marka fjár­hæð veru­lega, til dæmis við 1500 krón­ur.

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er lagt til að dóms­mála­ráðu­neytið hefji und­ir­bún­ing að frum­varpi vorið 2020 og að það verði lagt fram haustið 2020 þar sem tryggt verði sér­stakt sól­ar­lags­á­kvæði um inn­leið­ingu spila­korta, en slíkt myndi krefj­ast þess að kortin væru komin í fulla notkun fyrir til­greinda dag­setn­ing­u. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár