Nauðungaruppboð eru óþægilegur blettur á siðferði okkar, áminning um ofbeldið sem hvílir undir hverjum einasta reikningi sem við greiðum á mánaðamótum, áminning sem afhjúpar þversögn sem hreiðrar um sig í görnunum á okkur eins og bandormur. Þessi þversögn fjallar um skuld.
Undanfarin fimm þúsund ár mannkynssögunnar, allt frá því að skuldir urðu viðurkennd stofnun, hefur hvort tveggja verið satt: Við fyrirlítum skuldunauta, þá sem skulda. Á sama tíma hötum við lánardrottna, þá sem við skuldum.
Þeir sem skulda eru í undirvitund okkar ráðalausir aumingjar sem eiga enga vorkunn skilið, ekki ósvipað þjófum. Fátt stendur nær siðferði okkar og sjálfsmynd en að standa í skilum. Þess vegna segjum við: „Maður verður að borga skuldirnar sínar.“ Á hinn bóginn hafa lánardrottnar og skuldheimtumenn á öllum stigum málsins þótt hrikalegir loddarar. Heimsbókmenntirnar eiga ríkan arf verka sem bendlar þá við illsku, græðgi og kúgun, og oft eru þeir ljótir í þokkabót.
Hann heitir …
Athugasemdir