Heyrðu mig og segðu mér – á þessari opnun er allt á sínum stað en samt á leið eitthvert?
„Heldur betur satt og nú skal ég segja þér í stuttu máli, fyrir fram: Segjum að við séum að taka, til dæmis, tilfinningu úr hjartanu og setja í steininn. Steinninn er fyrst útikaldur, svo hitnar hann við eld á meðan konur syngja. Síðan halda þær steininum við magann þar til hann nær líkamshita. Þetta er gjörningurinn sem liðskonur úr þeim góða kór Hrynjandi framkvæma með mér við opnun sýningarinnar, já, og hljómar svo í hátölurum á meðan sýningin stendur. Við flytjum líka, til dæmis, tímaskynið úr steininum og setjum í hjartað – þá halda þær steinunum við hjartað og syngja inn, við móðurlífið og syngja út. Athöfnin fer í báðar áttir, hún er áttir, hljómur, samskipti við steina úr nærumhverfinu, og ég passa eldinn og læt kórinn syngja landslagið umkringis.“
Eru …
Athugasemdir