Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók ákvörð­un um að for­gangsr­aða at­hug­un sinni á að­komu Ís­lands­banka að hluta­bréfa­út­boð­inu í bank­an­um sjálf­um í fyrra, sem nú er lok­ið með sátt. Hins veg­ar er þátt­ur annarra fyr­ir­tækja sem komu að út­boð­inu enn til skoð­un­ar og reikna má með að nokk­uð sé í að nið­ur­staða fá­ist, mið­að við að Lands­bank­inn seg­ist enn hafa frest frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að skila þang­að gögn­um.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins
Fjármálaeftirlit Fulltrúar Seðlabankans á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þingsins í gær, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er áfram að skoða þátt annarra fjármálafyrirtækja en Íslandsbanka í útboðinu á 22,5 prósent hlut í bankanum, sem fram fór í fyrra. „Þær athuganir eru enn í gangi,“ segir Seðlabankinn í skriflegu svari til Heimildarinnar, en fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig nánar um þær athuganir á meðan þær standa yfir.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ákvað fjármálaeftirlitið að forgangsraða vinnu sinni við skoðun á hlut Íslandsbanka við útboðið og vart þarf að taka fram að sú athugun endaði með því að Íslandsbanki undirgekkst sátt, játaði „alvarleg lögbrot“ og samþykkti að greiða nærri 1,2 milljarða króna í ríkissjóð.

Heimildin hefur óskað eftir svörum frá hinum fjármálafyrirtækjunum sem koma að útboðinu um það hvort þau hafi verið í samskiptum við fjármálaeftirlitið vegna athugana þess og sömuleiðis, hvort þau hafi fengið einhver skilaboð frá fjármálaeftirlitinu þess efnis að athugunum sem snúa að fyrirtækjunum sé lokið. 

Innlendu fyrirtækin fjögur sem ráðin voru til að starfa við útboðið, auk Íslandsbanka, voru Fossar markaðir, sem voru söluráðgjafar, auk ACRO-verðbréfa, Íslenskra verðbréfa og Landsbankans, sem fóru með hlutverk söluaðila. 

Landsbankinn búinn að afhenda gögn og á eftir að afhenda meira

Landsbankinn er eina fyrirtækið af þessum fjórum sem brugðist hefur við fyrirspurnum Heimildarinnar, sem sendar voru á þriðjudag. 

Í svari frá bankanum, við þeirri spurningu hvort fjármálaeftirlitið hafi leitað til bankans vegna athugana þess á útboðinu, segir að bankinn hafi fengið beiðnir frá fjármálaeftirlitinu um tiltekin gögn um framkvæmd útboðsins.

Bankinn segir að gögn hafi bæði verið afhent nú þegar og að frekari gögn verði sömuleiðis afhent innan tilskilinna tímafresta sem fjármálaeftirlitið hafi sett.

Hin fyrirtækin þrjú hafa ekki brugðist við fyrirspurnum Heimildarinnar um samskipti þeirra við fjármálaeftirlitið undanfarna mánuði, en fyrirspurnirnar voru helst sett fram til þess að reyna að fá fram upplýsingar um það á hvaða stigi athugun fjármálaeftirlitisins stendur. 

Fossar sögðust engar reglur hafa brotið

Í apríl í fyrra fjallaði Stundin um gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins hafði sett fram á hendur fyrirtækjunum sem komu að því að selja hlutabréfin í útboðinu, en í gagnrýni stofnunarinnar kom meðal annars fram að vafi væri á því hvort kröfum um hæfi fjárfesta hefði verið fylgt í útboðinu og að upp hefðu komið mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila vegna þess að starfsmenn fyrirtækjanna keyptu hlutabréf í útboðinu. 

Það hefur nú verið skjalfest og staðfest í tilfelli Íslandsbanka, en eftir standa fjögur fjármálafyrirtæki og þáttur þeirra í útboðinu, sem söluráðgjafi og söluaðilar.

Landsbankinn sagði í svari við fyrirspurn Stundarinnar í fyrra að bankinn ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið á meðan athugunin stæði yfir og Fossar sögðu þá að vinna þess hefði verið í fullu samræmi við reglur og uppleggi og kröfum Bankasýslu ríkisins. 

„Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki,“ sagði Haraldur Þórðarson forsvarsmaður Fossa í svari til Stundarinnar í fyrra.

Hins vegar svöruðu forsvarsmenn ACRO-verðbréfa og Íslenskra verðbréfa ekki spurningum Stundarinnar um gagnrýni Bankasýslunnar í fyrra og hið sama er uppi á teningnum nú, fyrirtækin hafa ekki svarað spurningum Heimildarinnar um samskipti sín við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Fátt um svör frá erlendum umsjónaraðilum

Heimildin sendi einnig spurningar til fulltrúa bankanna JP Morgan og Citigroup, sem ásamt Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins í fyrra.

Spurningarnar lutu meðal annars að því hvort bankarnir hefðu verið í einhverjum samskiptum við fjármálaeftirlitið hér á landi vegna eftirmála útboðsins og hvort fulltrúar þessara fyrirtækja hefðu orðið varir við einhverja óvenjulega starfshætti af hálfu Íslandsbanka eða annarra innlendra fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu.

Í svari sem barst Heimildinni frá samskiptafulltrúa JP Morgan í Lundúnum segir að bankinn hafni því að tjá sig nokkuð um málið. Frá Citigroup hefur hins vegar ekkert svar borist við fyrirspurn Heimildarinnar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár