Íslenska ríkið fékk Íslandsbanka í fangið þegar bjarga þurfti bankarekstri í efnahagshruninu árið 2008. Síðan þá hefur oft og ítrekað verið til umræðu að óeðlilegt sé að ríkið reki banka, hvað þá tvo, eins og tilfellið var. Fyrir vikið tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, með stuðningi samráðherra sinna í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ákvörðun um að ríkið skyldi selja bankann. Og það var gert. Og endaði með því sem sumir myndu kalla ósköpum.
Fyrra útboð í bankanum fór fram 7. til 15. apríl 2021, í formi almenns hlutafjárútboðs, þar sem ríkið seldi 35 prósenta hlut sinn í bankanum á 55,3 milljarða króna. Sú sala hlaut verðlaunin Viðskipti ársins á árlegum Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021. Verðlaunum sem hafa raunar hvorki verið veitt fyrr né síðar.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir í framhaldinu að stefnt væri að því að halda áfram að losa um hlut ríkisins í bankanum. Í febrúar 2022 var birt greinargerð Bjarna Benediktssonar, …
Ef bjarN1 benediktsson og hyskið í kringum hann fer ekki að hirða pokana sína.
Þá þarf einfaldlega að fjarlæja þau með valdi og stokka svo ærlega upp í fjölskyldu atvinnuáskriftar í öllum ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum.
When the power of love overcomes the love of power, this world will see peace.