Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki bjartsýn á að Katrín verði við kröfunni

Við­reisn hef­ur sent for­sæt­is­ráð­herra er­indi og far­ið fram á að Al­þingi verði kall­að sam­an vegna Ís­lands­banka­máls­ins. Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar seg­ir það skýrt að stjórn­völd­um hafi mistek­ist að gæta hags­muna al­menn­ings.

Ekki bjartsýn á að Katrín verði við kröfunni
Ekki byrjuð að ræða við þingflokka Hanna Katrín segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni Viðreisnar muni hún láta reyna á að ná saman meirihluta þingmanna til að knýja fram að þing verði kallað saman. Mynd: Bára Huld Beck

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra erindi þar sem hún fer fram á að Alþingi verði kvatt saman til þingfunda vegna Íslandsbankamálsins. Aðkomu allra að söluferli hluta ríkisins í bankanum verði að skoða og það verði ekki öðru vísi gert en með skipun rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. „Það er öskrað á það að við veltum við öllum steinum.“

Hanna Katrín sendi erindið á forsætisráðherra í morgun en eftir að þingi hefur verið frestað getur forseti Íslands kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til að kröfu forsætisráðherra eða ef ósk berst um það frá meirihluta Alþingismanna. Spurð hvort hún sé, í ljósi yfirlýsinga Katrínar frá því að sáttagjörð Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið var birt í gær, bjartsýn á að Katrín bregðist við kröfunni á jákvæðan hátt svarar Hanna Katrín: „Miðað við svör hennar til þessa, eftir að skýrslan kom út, þá er ég það ekki, nei. En mér fannst rétt og eðlilegt að leita til hennar fyrst áður en ég leitaði til hvers þingflokks fyrir sig.“

„Miðað við svör hennar til þessa, eftir að skýrslan kom út, þá er ég það ekki, nei“
Hanna Katrín Friðriksson
um hvort hún sé bjartsýn á að Katrín Jakobsdóttir muni kalla saman þing.

Hanna Katrín segir einnig aðspurð að hún hafi ekki átt í neinum viðræðum, formlegum né óformlegum, við aðra þingflokka vegna málsins til þessa og hafi ekki farið í hausatalningu á því hvort líkur séu á því að hægt verði að knýja fram þingfundi með meirihluta þingmanna. „Ég þori ekkert að segja um það, en mér finnst þetta bara mjög eðlileg krafa.“

Hanna Katrín minnir á að strax eftir að ljóst var að brotalamir hefðu verið á söluferlinu kallaði stjórnarandstaðan eftir því að sérstök rannsóknarnefnd yrði skipuð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og ákvörðun fjármálaeftirlitsins staðfesti að sú leið hefði átt að vera farin strax í upphafi.

„Ég held að það hljóti allir sem horfa á málið með gleraugum hlutleysis að átta sig á því að nú er enn ríkari ástæða en áður til þess að skoða aðkomu stjórnvalda að málinu, þá á ég sérstaklega við þátt fjármálaráðherra sem fer með eignarhaldið í bankanum fyrir hönd ríkisins. Það er öskrað á það að við veltum við öllum steinum, skoðum ferlið frá upphafi til enda, og það getum við ekki gert nema að aðkoma allra aðila sé skoðuð, og til þess þarf að setja rannsóknarnefnd á laggirnar. Það liggur núna skýrt fyrir að stjórnvöldum hefur mistekist að gæta hagsmuna almennings við sölu á þessum hlut ríkisins í bankanum. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa af hverju það mistókst.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár