Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Inga Sæland vill bankastjórn og fjármálaráðherra burt: „Þetta fólk á allt að fara“

Formað­ur Flokks fólks­ins seg­ir enn skýr­ara nú en áð­ur að skipa þurfi rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara yf­ir söl­una á Ís­lands­banka. Bank­inn hef­ur sam­þykkt að greiða sögu­lega háa sekt fyr­ir lög­brot sem voru fram­in inn­an hans í ferl­inu.

<span>Inga Sæland vill bankastjórn og fjármálaráðherra burt:</span> „Þetta fólk á allt að fara“
Ákveðin Inga er skýr í sínum viðbrögðum við sátt Íslandsbanka og FME. Hún vill að þau sem komu að málinu víki. Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kallar eftir afsögn bankastjóra Íslandsbanka, stjórnar bankans og fjármálaráðherra, vegna lögbrota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í honum. 

„Þetta fólk á allt að fara, það er búið að brjóta lög og Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] ber ábyrgð á því hvort sem hann vissi af því eða ekki,“ segir Inga.

Sáttargjörð Íslandsbanka og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var birt í gær en vegna hennar mun Íslandsbanki greiða sögulega háa sekt, 1,2 milljarða króna. Í sáttinni eru „alvarleg og kerfislæg“ lögbrot Íslandsbanka útlistuð, en þau eru fjölmörg. Bankinn villti um fyrir Bankasýslu ríkisins og skapaði fjölmarga hagsmunaárekstra með því að gefa starfsmönnum sínum aðgang að útboðinu.

Dökk mynd

Inga segir að sáttin dragi upp mun dekkri mynd af framkvæmd sölunnar en bankinn málaði upp fyrir helgi. 

„Ég veit ekki við hverju maður bjóst en nú er búið að draga það þarna upp á yfirborðið að þetta er mun alvarlegra en þau hafa viljað vera að láta,“ segir Inga. „Það hefur líka komið í ljós að rannsóknarnefndin sem stjórnarandstaðan hefur farið fram á að verði sett á fót til þess að fara yfir þessa sölu á meira en rétt á sér.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Heimildina í gær að bankinn bæri ábyrgð á lögbrotunum, ekki fjármálaráðherra. Þannig hafi ekkert komið í ljós sem bendi til þess að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi sölunnar. 

„Þarna er hafin framkvæmd þar sem á að fylgja ákveðnum reglum og það er ekki gert,“ sagði Katrín. „Þá horfi ég auðvitað til þess hver það er sem fylgir ekki reglunum, það er bankinn.“

Inga er ósammála forsætisráðherra. 

„Ráðherraábyrgð hans er skýr hvað þetta varðar. Hann ber lagalega ráðherraábyrgð gagnvart öllum sölum ríkiseigna. Hann getur ekki þvegið hendur sínar af þessu,“ segir Inga. Næsta mál á dagskrá hjá henni er að kalla eftir svörum frá fjármálaráðuneytinu um það hve mikið nákvæmlega ríkið greiddi fyrir umsýslu með söluferlinu og hverjum ríkið greiddi þær upphæðir.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár