Lögbrot Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrra eru „til þess fallinn að rýra traust almennings til fjármálafyrirtækja,“ að mati Bankasýslu ríkisins.
Sátt bankans og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna málsins var birt í morgun. Þar er snert á fjölmörgum ágöllum á framkvæmd útboðsins og gengst bankinn við því að hafa brotið lög. Kemur m.a. fram í sáttinni að bankinn hafi veitt Bankasýslunni villandi upplýsingar og ekki virt útboðsskilmála hennar.
Bankasýslan sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð bankans.
„Íslandsbanki hefur með sáttinni gengist við því að hafa gerst brotlegur við ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.
Vilja að stjórnendur geri grein fyrir málinu
Bankasýslan fer enn með 42,5 % eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og verulega hagsmuni ríkisins í öðrum fjármálafyrirtækjum. …
Athugasemdir