Ríkisstjórnin mun ekki ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar varðandi sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrra. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) var birt í dag en bankinn hefur viðurkennt að hafa brotið lög við söluna. Ríkið á enn 42,5% í bankanum og var frekari sala á hlut ríkisins á áætlun í ár.
Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni um fjárlög þessa árs að ef ekki yrði af sölu bankans væri ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að 75 milljarðar króna fengjust fyrir hlut ríkisins í bankanum. Ef salan fer ekki í gegn í ár verður því til 75 milljarða gat í fjárlögum.
Spurð um það segir Katrín að ríkisstjórnin sé alltaf að vinna með mikla óvissu. „Það er ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af,“ segir Katrín. „Mér finnst mikilvægara að við ætlum að vanda bæði mjög vel til þess að skoða þessa sölu og ekki taka ákvörðun um nýja fyrr en þetta fyrirkomulag hefur verið endurskoðað.“
Kallar eftir því að stjórnendur bankans axli ábyrgð
Katrín segir ítarlega rannsókn FME vera alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnendum bankans. Hún kallar brot bankans alvarleg, m.a. hvað varðar skort á áhættuvitund og ráðstafanir til að tryggja að bankinn uppfyllti lagakröfur.
Í sáttargjörðinni kemur einnig fram að bankinn veitti Bankasýslunni villandi upplýsingar og virti ekki útboðsskilmála hennar.
„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign“
„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign,“ segir Katrín. „Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli.“
Ertu þá að kalla eftir því að stjórn bankans og bankastjóri segi af sér?
„Ég kalla eftir því að þau geri okkur, eigendum sínum, grein fyrir því hvernig þau ætla að axla ábyrgð á þessari stöðu og sínum gjörðum,“ segir Katrín.
Bankinn sem fylgdi ekki reglum
Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra axli pólitíska ábyrgð á málinu. Katrín segir aftur á móti ekkert hafa komið fram um að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi sölunnar en þar taki ráðherrar ákvarðanir.
„Síðan er það auðvitað bankasýslan sem á að annast þetta fyrir hönd ríkisins. Samkvæmt þessari skýrslu, sem við eigum eftir að kafa betur í, þá virðast reglur hafa verið brotnar, skilmálum ekki verið fylgt og villandi upplýsingar verið gefnar. Mér finnst alveg blasa við hver ber ábyrgð á því.“
Er það þá ekki fjármálaráðherra?
„Ég myndi telja að það væri bankinn sem fylgir ekki reglunum og gefur ekki réttar upplýsingar.“
Ber Bjarni þá enga ábyrgð?
„Þarna er hafin framkvæmd þar sem á að fylgja ákveðnum reglum og það er ekki gert. Þá horfi ég auðvitað til þess hver það er sem fylgir ekki reglunum, það er bankinn.“
Áfellisdómur
Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því síðan salan fór fram í fyrra að rannsóknarnefnd verði skipuð sem fái það hlutverk að fara yfir söluna.
Munt þú styðja kröfu um skipun rannsóknarnefndar?
„Ég tel að bæði skýrsla Ríkisendurskoðunar og þessi skýrsla muni gefa heildstæða mynd af þessu ferli öllu og það kalli ekki á frekari rannsóknir en með þeim fyrirvara að við eigum eftir að fara yfir þetta mál á vettvangi ríkisstjórnar. Ég tel að þessi skýrsla sýni mjög vel hvernig framkvæmdinni var háttað.“
„Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli“
Katrín segir að í framhaldinu verði ráðist í að endurskoða fyrirkomulag sölunnar frá grunni og ítrekar að engin frekari sala muni fara fram fyrr en því er lokið.
Sérðu fyrir þér að það gerist á þessu ári?
„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það. Það verður bara að taka þann tíma sem það tekur því að stóra málið er að svona sala þarf að vera hafin yfir allan vafa. Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir framkvæmd bankans og það getum við ekki látið endurtaka sig.“
Frekar fyndið að fjármálaráðherrar notið hulduheimaeignir í R&R... en ekkert nýtt á Íslandi.
Þetta er galið ástand og því miður ekki óhætta að sleppa neinum upplýsingum lausum því landinn og kerfið svæfir og kæfir allt. Breytingin frá 2000 er engin og allir dómarnir um "vondu" banksterana voru eins og allir erlendir sérfræðingar sáu í hendi sér... bara sýndarmennska.... því kerfið breytttist ekkert.
Auðvitað veit Katrín af öllu... uppalin af Steingrími og meðvituð um allar hans gerðir... líka þegar hann vildi selja bretum sjálfsdæmið.
En við fáum það sem við eigum skilið... ekki satt ?
Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?
bjarN1 benediktsson.
Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?