„Það blasir við út frá lestri skýrslunnar að þetta eru skýr ásetningsbrot,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- viðskipta- og ferðamálaráðherra, í samtali við Heimildina, aðspurð um viðbrögð við skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem kom út í morgun. Skýrslan hefur að geyma niðurstöðu rannsóknar og að lokum sáttar Íslandsbanka vegna framkvæmdar á lokuðu útboði, þegar tæplega fjórðungshlutur í bankanum sjálfum var seldur af ríkinu í mars í fyrra.
Lilja segir augljóst að styrkja þurfi enn frekar umgjörð um fjármálakerfið og að það traust sem nauðsynlegt sé að ríki til slíkra stofnana sé verulega laskað.
„Það er þannig víða erlendis að bankar sem verið er að selja í fá ekki að taka þátt í því að selja í sjálfum sér, akkúrat vegna freistnivandans sem skapast. Íslandsbanki féll greinilega í þá freistni og situr uppi með þá skömm,“ segir Lilja.
Spurð hvort í orðum hennar felist slíkt vantraust að hún telji að bankastjóri Íslandsbanka …
Bara suss eins og venjulega