„Fjármálaeftirlitið telur skjóta skökku við að málsaðili hafi gert breytingar á innri reglum í þá átt að rýmka heimildir starfsmanna til að taka þátt í útboðum sem hann hefur umsjón með, í aðdraganda gildistöku laga um markaði fyrir fjármálagerninga, sem fela í sér strangari skyldur um hagsmunaárekstra,“ segir í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sem kom út í morgun.
Umrædd breyting á reglum bankans var gerð áður en ríkið seldi fyrstu hlutina í Íslandsbanka sumarið 2021. Það er að segja rúmu ári áður en lokaða útboðið fór fram í mars 2022. Eins og rakið er í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans um framkvæmd bankans á því útboði, voru eldri reglur bankans þannig að stjórnendur bankans og starfsmenn í verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf bankans, máttu ekki taka þátt í viðskiptum sem bankinn hafði umsjón með.
„[B]reyting á reglum málsaðila virðist hafa verið gerð vegna þrýstings frá stjórnendum og starfsmönnum“
Samkvæmt …
Athugasemdir