Leiðari Morgunblaðsins í dag nær óþekktum hæðum. Fyrst neyðist leiðarahöfundur til að viðurkenna að hvalveiðar Hvals hf. skipti litlu efnahagslega, en þar sé þó á ferðinni „…réttur Íslendinga til hagnýtingar náttúruauðlinda landsins okkar og hafsins umhverfis það“.
Með öðrum orðum: Efnahagsleg þýðing hvalveiða fyrir þjóðarbúið er að vísu hverfandi en málið snýst um algjöra grundvallarhagsmuni sem verja verður af fullri hörku.
Leiðarahöfundurinn veit innra með sér að þessi rök eru ekki sérlega sterk og bætir því þess vegna við að: „Nú þegar hafa alþjóðleg náttúruverndarsamtök gert athugasemdir við fiskveiðar almennt, þar á meðal við Ísland.“ Hér er um er að ræða þjóðsögu eftir Kristján Loftsson sem hefur gengið meðal útgerðarmanna og stjórnmálamanna frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins bætir enn í og fullyrðir að gefi stjórnvöld eftir leyfi Kristjáns Loftssonar (sem jafngildir að mati ritstjórans „rétti Íslendinga“) þá þurfi enginn að efast um að „skörin færist upp á bekkinn“. Það er að segja: Hin vondu og hættulegu alþjóðlegu samtök sem berjast gegn loftslagsvánni, berjast gegn súrnun sjávar, fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni hafsins; allt ógnir sem ritstjóri Morgunblaðsins telur vera falsvísindi af verstu sort og Kristján Loftsson telur einungis fjárplógsstarfsemi samtaka sem vilja vernda hvali.
Einhver kynni að spyrja: Á hvaða plánetu búa eigendur Morgunblaðsins?
Við getum þó fagnað því að leiðarahöfundur sleppir gömlu tuggunum um að hvalirnir éti allan fiskinn í sjónum og þess vegna verði að grisja hvalastofna hressilega. Hann hefur væntanlega frétt það frá LÍÚ/SFS að enginn trúir þeirri vitleysu lengur. Nema ef vera skyldi Kristján Loftsson.
Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Það var ansi merkilegt að sjá hvesu miklir augnaþjónar stjórnmálamenn eru almennt þegar þeir óttast um vald þeirra sem stjórna þessum flokkum í raun með stófelldum austri í flokksjóðina.
Það var einnig mikilvægt að fá vitneskju um meðal mánaðarlaun starfsmanna Hvals í síðustu vertíð. Það er mikilvægt að hugsa til þess hversu mikla yfirtíð þeir verkamenn sem Vilhjálmur semur fyrir ef þeir ætla að ná meðaltalinu. Greinilegt virðist vera að þarna séverið að margbrjóta vinnuverndarlögin frá 1980
Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)