Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.

Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
Evrópuráðsþing Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús í ræðu sinni á Evrópuráðsþinginu í gær. Mynd: Heimildin

Það er hræsni á hæsta stigi að láta mynda sig með Svetlönu Tsikhanouskayu til þess að setja á samfélagsmiðla en vinna svo gegn henni með óbeinum stuðningi við Lukashenko,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins, aðspurð um ræðu hennar á þingi Evrópuráðsins í gær.

Þar gagnrýndi hún íslensk stjórnvöld fyrir að taka viðskiptahagsmuni fram fyrir mannréttindi og lýðræði í Belarús.

Ræðan var haldin í kjölfar ávarps Svetlönu Tsikhanouskayu, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús, sem mörg ríki viðurkenna raunar sem réttkjörinn forseta landsins. Svetlana lagði þar áherslu á að ríki ráðsins héldu áfram stuðningi sínum við lýðræðisöfl í Belarús og beittu einræðisstjórn Aleksander Lukashenko auknum þrýstingi. 

Þórhildur Sunna tók undir brýningar Svetlönu og lýsti yfir eindregnum stuðningi við lýðræðisbaráttu hennar og íbúa Belarús í ræðu sinni en sagði svo:

„Ég verð þess vegna að lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir því að mín eigin stjórnvöld neiti að reka íslenska kjörræðismanninn í Belarús, Alexander Moshensky, sem er þekktur samverkamaður einræðisherrans í Belarús.“

Hún sagðist skammast sín fyrir að íslensk stjórnvöld héldu tryggð við Moshensky á forsendum viðskiptahagsmuna íslenskra fyrirtækja. 

„Mér fannst mikilvægt að lýsa því yfir að mér þyki til skammar að íslensk stjórnvöld segist styðja við lýðræðisöflin í Belarís í orði en heiðri svo einn helsta stuðningsmann einræðisherrans í landinu,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina.

Sjálfur duga skammtÞórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það hræsni af íslenskum stjórnmálamönnum að sitja fyrir á myndum með leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús á sama tíma og Ísland hefði einn nánasta samverkamann Lukashenko í þjónustu sinni. Fulltrúar stjórnarandstæðingar í Belarús hafa áður gagnrýnt utanríkisráðherra á sama hátt.

Veski Lukashenko

Aleksander Moshensky, iðnjöfur í Belarús, hefur hálfan annan áratug verið kjörræðismaður Íslands í landinu, samhliða því að vera einn mikilvægasti kúnni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Eftir að Ísland tók þátt í refsiaðgerðum ESB á hendur Rússum, sem svöruðu með því að setja innflutningsbann á íslenskar vörur til Rússlands, hefur Moshensky verið verðmætur milliliður, framhjá viðskiptabanninu. Íslenskur fiskur hefur verið fluttur til Hvíta-Rússlands, honum umpakkað, og sendur áfram til Rússlands.

Þetta hefur Moshensky og fyrirtækjum hans leyfst í skjóli góðs sambands við einræðisstjórnina í Belarús. Moshensky hefur í skjóli þess byggt upp og margfaldað viðskiptaveldi sitt á undanförnum áratugum og um leið notið bættra tengsla leiðtogans við kollega sinn í Moskvu, Vladimír Pútín. Oftar en ekki er vísað til Moshensky, sem „veskis Lukashensko“ af þessum sökum.

„Ég skammast mín þegar ég les fréttir af því að Ísland hafi beitt diplómatískum þrýstingi innan Evrópusambandsins til þess að forða honum frá refsiaðgerðum“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
í ræðu í höfuðstöðvum Evrópuráðsins.

Moshensky hefur stutt Lukashenko opinberlega og verið umboðsmaður forsetaframboðs hans. Að sama skapi hefur Moshensky notið stuðnings Lukashenko, sem skipað hefur hann í fjölda opinberra nefnda og ráða, haft Moshensky með sér í opinberar heimsóknir erlendis og eftirlátið honum afnot af einni af einkaþotum ríkisins auk þess sem Moshensky hefur keypt fjölda ríkiseigna á góðum kjörum, að fullyrt hefur verið.

Þessi tengsl íslenska kjörræðismannsins við einræðisherrann Lukashenko hafa ekki farið framhjá leiðtogum fjölmargra Evrópuríkja, sem hafa ítrekað lýst yfir vilja til þess að leggja refsiaðgerðir á Aleksander Moshensky og fyrirtæki hans, á forsendum þess að tengsl Moshensky við Lukashenko, séu forsenda viðgangs viðskiptaveldis hans. Ráðherraráð ESB hefur ítrekað haft á borði sínu slíka tillögu en nafn Moshensky verið fjarlægt áður en til formlegrar samþykktar kom. 

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir hans hönd og þó þau hafi neitað því að hafa beitt slíkum þrýstingi liggur fyrir að á þriðja tug símtala, funda og einkasamtala fóru fram milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa ESB-ríkja þegar lá fyrir að Moshensky yrði svartlistaður árið 2020. Þórhildur Sunna gerði þá staðreynd að umfjöllunarefni í ræðu sinni:

„Ég skammast mín þegar ég les fréttir af því að Ísland hafi beitt diplómatískum þrýstingi innan Evrópusambandsins til þess að forða honum frá refsiaðgerðum, og ég vona að okkur auðnist að verða eitt þeirra ríkja sem sýnir fullan og óskoraðan stuðning við almenning í Belarús, óháð því hvort sá stuðningur hafi áhrif á viðskiptahagsmuni eða ekki.“

Tökin hert

Aleksander Lukashenko, sjálfskipaður forseti Belarús, hefur á undanförnum árum hert enn tökin á frelsi íbúa landsins og tekið hart á hvers kyns andófi eða tilraunum til þess. Hundruð sitja nú í fangelsi vegna skoðana sinna og andstöðu við einræðisherrann, sem sjálfur hefur hampað þeim titli að vera „síðasti einræðisherra Evrópu“. Tsikhanouskaya bauð sig fram gegn Lukashenko í síðustu forsetakosningum í Belarús, árið 2020. Það gerði hún eftir að eiginmaður hennar, Sergey Tsikhanousky, hafði verið handtekinn og fangelsaður, eftir að hafa boðið sig fram gegn Lukashenko.

Svetlana naut strax mikils stuðnings og tókst að sameina stjórnarandstæðinga að baki sér, sem fyrri frambjóðendum hafði síður tekist. Fyrir vikið var hún að margra mati öruggur sigurvegari kosninganna, sem engu að síður voru sagðar hafa fallið með Lukashenko, sem lýsti yfir sigri í þeim. Ljóst er að brögð voru í tafli í kosningunum, eins og áður hafði verið í landinu. Svetlana neyddist til þess að yfirgefa landið, af ótta við handtöku, og hefur síðan stýrt stjórnarandstöðu sinni í sjálfskipaðri útlegð.  

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru menn ekki hættir að sjá samnefnarann milli sjávarútvegsfyrirtækja og spillingar?
    Er þetta ekki Ísland í dag?
    Það er sagt að þetta sé okkar aðal útflutningsvara.
    Sjávarvara - ekki spilling - að ég held!?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
4
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár