Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís Svavarsdóttir: Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að skipt­ar skoð­an­ir hafi ver­ið í rík­is­stjórn um þá ákvörð­un henn­ar að fresta hval­veiði­ver­tíð­inni til 31. ág­úst. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir hún ekki óeðli­legt að leyf­is­haf­inn Hval­ur hf. geri ágrein­ing við ákvörð­un­ina, en tel­ur með­al­hófs gætt af hálfu ráðu­neyt­is­ins.

<span>Svandís Svavarsdóttir: </span>Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær
Bátur standsettur Ákvörðun Svandísar hefur eflaust komið fáum jafn mikið á óvart og þeim sem voru að standsetja hvalveiðibát við Reykjavíkurhöfn í morgun, fyrir vertíðina sem átti að hefjast á morgun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir í samtali við Heimildina að niðurstaða fagráðs um velferð dýra um hvalveiðar hafi verið svo „afgerandi“ og „afdráttarlaus“ að tilefni hafi verið til að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiðivertíðar sumarsins.

Hún upplýsti ríkisstjórn um ákvörðun sína á fundi í morgun, en hafði áður látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og utanríkisráðuneytið vita. 

„Fagráðið fór ítarlega yfir eftirlitsskýrslu MAST og fékk sérfræðinga á sinn fund til að fá fram þeirra sjónarmið og svara þeirra spurningum um hvort hægt sé að standa þannig að veiðum á stórhvelum að mannúðleg aflífun sé tryggð. Niðurstaðan er mjög afgerandi, þetta er afgerandi mat á þessari veiðiaðferð og að mati ráðuneytisins og að mínu mati er þessi afdráttarlausa afstaða þess eðlis að það er tilefni til að bregðast við,“ segir Svandís í samtali við Heimildina. 

Greint var frá hvalveiðistoppinu í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu á tólfta tímanum í dag og komu fregnirnar töluvert á óvart. Ljósmyndari Heimildarinnar var við Reykjavíkurhöfn í morgun og þar voru starfsmenn á vegum Hvals hf. að störfum – eitthvað að brasa við skutul hvalveiðiskips. Nú er ljóst að hann verður ekki notaður, allavega þar til 31. ágúst. Upphafi vertíðarinnar, sem átti að vera á morgun, hefur verið frestað þar til þá. 

Svandís segir að ráðherra geti, á grundvelli laga um hvalveiðar og laga um velferð dýra, ýmist hert eða losað um þær reglur sem um hvalveiðarnar gilda. Í ljósi niðurstöðu fagráðsins hafi hún ákveðið að setja þetta ákvæði í reglugerðina um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023.

Frestun gæti meðalhófs

Töluverður þrýstingur hafði verið á Svandísi um að stöðva hvalveiðar eftir að eftirlitsskýrsla frá Matvælastofnun var gerð opinber í vor, en hún sýndi að þriðjungur þeirra hvala sem veiddir voru á vertíð ársins 2022 hefði mátt þola langt dauðastríð. Þá hins vegar taldi Svandís sig ekki í stöðu til þess að afturkalla gildandi leyfi Hvals hf. til veiðanna og var m.a. vísað til þess að slík afturköllun gæti bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu.

MatvælaráðherraSvandís Svavarsdóttir

Blaðamaður spurði Svandísi hvort ekki mætti búast við að Hvalur hf. myndi gera kröfur um bætur vegna frestunar á vertíðinni, sem átti sem áður segir að hefjast á morgun.

„Það má búast við því að það sé ágreiningur um þessa niðurstöðu, það finnst mér bara ekkert óeðlilegt að gerist og það verður þá bara að fara sína leið, en hins vegar er það mitt mat og ráðuneytisins að það sé nauðsynlegt, þegar álit fagráðsins er svona afgerandi, að fresta upphafi vertíðarinnar til að kanna hvort hægt sé að setja reglur sem tryggja að veiðarnar fari í fram í samræmi við lágmarkskröfur dýravelferðarlaganna sem eru ófrávíkjanlegar. Til þess að gæta meðalhófs frestum við því til 31. ágúst og sköpum þetta ráðrúm, til að fara yfir stöðuna með sérfræðingum og með leyfishafanum,“ segir Svandís.

Gæti Hvalur náð mánaðarvertíð?

Hvalveiðivertíðir standa oftast ekki nema yfir hásumarið og mögulega aðeins inn í haustið og því má búast við að vertíð ársins verði einungis um mánaðarlöng. Blaðamaður spurði hvort þess væri þá að vænta að Hvalur hf. gæti náð um mánuði á langreyðarveiðum í lok sumars. 

RíkisstjórninRíkisstjórnin var upplýst um ákvörðun Svandísar í morgun. Þar komu ýmis sjónarmið fram, segir Svandís.

„Það getur tíminn einn leitt í ljós,“ svaraði Svandís. „Núna er bara komið að því að meta hvort þessi atvinnugrein á sér framtíð í ljósi þessarar niðurstöðu, að veiðiaðferðin geti ekki verið í samræmi við lög.“

Skiptar skoðanir í ríkisstjórn

Svandís segist hafa kynnt ákvörðun sína fyrir ríkisstjórninni á fundi í morgun og komið þangað með minnisblað um málið, eins og gengur og gerist.

„Ég hafði upplýst forsætisráðherra um þetta í gær og svo eðli málsins samkvæmt var utanríkisráðuneytið látið vita í gær, því þetta á erindi líka á alþjóðavettvangi. En ákvörðunin er mín.“

Hvernig var þessu tekið innan ríkisstjórnar? Var sátt um þetta?

„Það er bara eins og gengur. Það voru ýmis sjónarmið sem komu þar fram. En eins og ég segi, þá var þetta ekki til ákvörðunar í ríkisstjórn, heldur til upplýsinga, enda lá ákvörðunin fyrir,“ segir matvælaráðherra.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Það kemur fram í opinberum gögnum SjálfstæðisFLokksins að Hvalur ehf er einn helsti styrktaraðili hans.

    Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)
    2
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er Kona sem Þorir og a Þakkir skilið fyrir þessa akvörðun, Þetta er gleðidagur hja öllum sem lata sig Dyravelferð varða. Þetta er gleði dagur og ekki aðeins a Islandi einu heldur þeim Löndum sem vilja ekki Drepa Hval.
    Hafðu þökk SVANDIS SVAFARSDOTTIR Raðherra, Þu hefur skrað þig a Spjöld Islands sögunar og þott viða væei leitað.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár