Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Svandís stöðvar veiðar á langreyðum út ágústmánuð

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur tek­ið ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið fram til 31. ág­úst. Þetta ger­ir hún í kjöl­far þess að álit fagráðs barst ráðu­neyti henn­ar í gær.

Svandís stöðvar veiðar á langreyðum út ágústmánuð
Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur ákveðið að stöðva veiðarnar, vegna afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu í dag.

Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum barst ráðuneytinu í maí 2023 en niðurstaða skýrslunnar er að aflífun dýranna hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra.

Matvælastofnun fól í kjölfarið fagráði um velferð dýra að meta hvort veiðarnar geti yfirhöfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. 

Álit fagráðsins barst matvælaráðuneytinu í gær og var niðurstaða þess að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að í ljósi þeirrar niðurstöðu sé „nauðsynlegt að fresta upphafi hvalveiðivertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra.“

„Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningu ráðuneytisins.

„Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð,“ er jafnframt haft eftir Svandísi.

Í tilkynningu ráðuneytis hennar segir að það muni „kanna mögulegar úrbætur og lagaleg skilyrði þess að setja frekari takmarkanir á veiðarnar á grundvelli laga um velferð dýra og laga um hvalveiðar á komandi mánuðum og leita álits sérfræðinga og leyfishafa í því skyni.“

Gervigreindar- og raflosthugmyndir þóttu ekki raunhæfar

Í kjölfar þess að eftirlitsskýrsla MAST kom fyrir augu almennings hefur átt sér stað töluverð umræða um hvalveiðar og hvort réttlætanlegt sé að halda þeim áfram. 

Í svörum við eftirlitsskýrslunni hafði Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundað hefur stundað langreyðaveiðar við Íslandsstrendur undanfarin ár, gefið til kynna að verið væri að þróa nýja tækni við veiðarnar, sem fólst annars vegar í því að nota gervigreind til að reikna út fjarlægð hvalsins frá hvalveiðibátnum og hins vegar í því að nýta rafmagn í skotlínu til þess að aflífa hvalinn, ef sprengiskutullinn grandaði ekki dýrinu.

Það var niðurstaða fagráðs að þessar tillögur séu ekki raunhæfar, enda liggi ekki fyrir rannsóknir eða prófanir sem styðja að þær geti samræmst ákvæðum laga um velferð.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Úr því Svandís er í stuði, má þá ekki búast við að hún taki til hendinni gagnvart svína- og kjúklingabændum, sem fregnir hafa hermt að beiti blessuð dýrin harðræði?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Það kemur fram í opinberum gögnum SjálfstæðisFLokksins að Hvalur ehf er einn helsti styrktaraðili hans.

    Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er Kona sem Þorir og a Þakkir skilið fyrir þessa akvörðun, Þetta er gleðidagur hja öllum sem lata sig Dyravelferð varða. Þetta er gleði dagur og ekki aðeins a Islandi einu heldur þeim Löndum sem vilja ekki Drepa Hval.
    Hafðu þökk SVANDIS SVAFARSDOTTIR Raðherra, Þu hefur skrað þig a Spjöld Islands sögunar og þott viða væri leitað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár