Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
Eins og Davíð gegn Golíat Geir Gunnar segir að íslenskur landbúnaður ráði ekki við að keppa við stærðarhagkvæmni landbúnaðar erlendis. Mynd: Skessuhorn

Stjörnugrís, sem selur vörur undir vörumerkjunum Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl, auk annars, rekur svínabú á fimm stöðum á landinu, sláturhús og kjötvinnslu. Á vefsíðu fyrirtækisins segir meðal annars: „Óhætt er að segja að neytendur hafi tekið vel á móti framleiðsluvörum frá Stjörnugrís enda vel til vandað, frábært ferskt íslenskt hráefni ...“

Stjörngrís er hins vegar einnig hvað umfangsmesta fyrirtæki landsins þegar kemur að innflutningi á svínakjöti, nautakjöti og alifuglakjöti. Síðustu misseri hefur fyrirtækið fengið úthlutað tollkvótum fyrir, og flutt inn, hundruð tonna af kjöti erlendis frá. Fyrirtækið flutti þá meðal annars inn um 200 tonn af úkraínskum kjúkling á meðan að bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning hans var í gildi.

Vill verja vörumerkin

Stjörnugrís hefur hins vegar ekki fengið miklu magni tollkvóta úthlutað það sem af er þessu ári. Ástæðan er sú að félagið LL42 ehf. hefur sótt um, og fengið úthlutað, tollkvótum en félagið er að fullu í eigu Stjörnugríss. Félagið var stofnað árið 2017 og er framkvæmdastjóri þess og stjórnarmaður Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn rekstur var í félaginu til ársins 2022.

LL42 er eitt af fimm fyrirtækjum sem hefur heimild til innflutnings á úkraínsku kjúklingakjöti og samkvæmt upplýsingum Geirs Gunnars flutti fyrirtækið hingað til lands um 200 tonn.

„Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli“
Geir Gunnar Geirsson
um ástæður þess að Stjörnugrís tók ekki strax þátt í tollkvóta útboðum.

Spurður hvort að einhver sérstök ástæða liggi að baki því að Stjörnugrís notist nú við félagið LL42 til að flytja inn kjöt og bjóða í tollkvóta svarar Geir Gunnar því til að það sé til að verja vörumerkin, Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl. „Við vildum deila rekstrinum upp og hafa vörumerkin sér, þannig ef eitthvað kæmi upp í kringum innflutninginn bæru vörumerkin ekki skaða af. Varðandi innflutninginn erum við að miklu leyti að selja hann áfram óunninn, svo við viljum heldur ekki að fólk haldi, ranglega, að við séum að nota þetta í allar okkar vörur, að það sé bara erlent kjöt í okkar framleiðslu.“ Umræddar innfluttar landbúnaðarvörur eru bæði seldar beint áfram í vinnslu og stóreldhús, þó að fyrirtæki nýti þær einnig að hluta í eigin framleiðslu, segir Geir Gunnar enn fremur. Allt sé þá upprunamerkt frá fyrirtækinu, hvort sem um sé að ræða vörur á smásölumarkaði, vörur sem seldar séu til vinnslu eða í stóreldhús.  

Annaðhvort að taka þátt eða tapa

Geir Gunnar segir að fyrirtækið hafi ekki nýtt allan þann innflutningskvóta sem það hafi fengið úthlutað, og eigi það einkum við um kindakjöt. Alla jafna hafi hins vegar nauta-, svína- og alifuglakvótar verið nýttir. Stjörnugrís hafi hins vegar framan af ekki boðið í umrædda kvóta. „Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli, tókum ekki þátt í þessu fyrsta áratuginn eða svo, en svo er staðan sú að innanlandsframleiðslan hefur bara staðið í stað. Tollkvótarnir fylla upp í alla umframeftirspurn svo annaðhvort var að taka þátt eða tapa. Við erum ekki að fara að auka framleiðsluna eins og staðan er í íslenskum landbúnaði í dag, og í samkeppni við innflutning er þetta bara Davíð gegn Golíat.“

Fólksfjölgun og aukinn túrismi með meiri neyslu valdi því, segir Geir Gunnar, að aukin eftirspurn sé eftir ákveðnum vöruflokkum á borð við nautalundir, svínasíðum til beikongerðar og kjúklingabringum. Það geti því ekki borgað sig að rækta fleiri svín, með öllum öðrum afurðum sem af þeim koma, til að uppfylla eftirspurn eftir beikoni til að mynda. „Þetta er komið til að vera og það verður alltaf flutt meira og meira inn, það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima á móti þessu því að markaðurinn þarna úti er svo stór að við eigum ekki séns á að keppa við hann.“

Betra að gjöldin renni til ríkisins en í vasa einkaaðila

Spurður hverju hann svari gagnrýni sem ýmsir hafi hent á lofti, að með innflutningi fyrirtækja eins og Stjörnugríss á landbúnaðarafurðum, séu bændur og fyrirtæki í landbúnaði í raun að saga undan sér greinina sem þau sitji á, svarar Geir Gunnar því til að hún sá að sumu leyti rétt. „Þetta er gagnrýni sem á rétt á sér. Við viljum auðvitað helst framleiða sem mest hér á Íslandi en það er bara ógerlegt með þeim aðstæðum sem stjórnvöld skapa með þessum tollasamningum.“

„Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir“
Geir Gunnar Geirsson

Því hefur jafnframt verið haldið fram að tollvernd til handa íslenskum landbúnaðarvörum sé andstæð hagsmunum neytenda, þeir greiði vegna hennar hærra verð en ef hún væri ekki til staðar. Þessu vísar Geir Gunnar á bug. „Ef maður horfir á þetta hrátt þá er þessi gagnrýni helst komin frá aðilum sem vilja að heildsalar hafi óheftan aðgang að innflutningi, til að selja okkur sem rekum kjötvinnslur, til að við vinnum það áfram fyrir verslanir. Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir. Útboð á tollum, tollum sem við greiðum síðan, renna til ríkissjóðs. Hvað er ríkissjóður? Jú, það erum við öll og þessi gjöld fara vonandi út í samneysluna. Það hlýtur því að vera betra fyrir neytendur, jafnvel þó að vöruverð verði jafnvel eitthvað hærra, að greiðslurnar berist í ríkissjóð heldur en þetta renni til einkaaðila og félaga í Félagi atvinnurekenda.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við viljum tollvernd svo vonda fólkið græði ekki en við flytjum sjálfir inn til að vernda íslensk gæði???? Trúir maðurinn sjálfur þessu bulli ?? Eða er hann bara ekki vonda fólkið sem hann líkt og svo margir segist vera vernda okkur fyrir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þenn­an inn­flutn­ing án toll­kvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár