Guðjón Arngrímsson er farinn úr hluthafahópi Sigtúns þróunarfélags sem á nýja miðbæinn á Selfossi. Þetta kemur fram í ársreikningi Sigtúns þróunarfélags fyrir síðasta ár. Hann átti samtals rúmlega 7,5 prósent í Sigtúni þar til í fyrra. Þá hafa tveir aðrir litlir eigendur líka farið úr hluthafahópnum. Guðjón, sem er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Icelandair til margra ára, átti hlutinn í gegnum félagið BBVGG ehf. Hann var eitt af andlitum hugmyndarinnar um nýja miðbæinn á Selfossi og talaði máli verkefnisins opinberlega ásamt öðrum.
Félagið Austurbær, sem er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarmanns í Samherja, og Leós Árnasonar, átti tæp 88 prósent í Sigtúni þar til í fyrra en á nú allt hlutafé þess. Í dag er því bara einn eigandi að Sigtúni. Fasteignafélagið Austurbær hefur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2021 og því er ekki hægt að átta sig á rekstri þess.
Guðjón Arngrímsson segir við Heimildina, aðspurður um af hverju hann hafi …
Athugasemdir