Starfsmenn útgerðarfélagsins Samherja ræddu um það í tölvupóstum sín á milli árið 2012, um það leyti sem fiskveiðar fyrirtækisins í Namibíu voru að hefjast, að bjóða sjávarútvegsráðherra landsins á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vildi að ráðherrann myndi koma til Íslands í heimsókn þá daga í ágúst sem Fiskidagurinn er haldinn. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem Heimildin hefur undir höndum.
Um var að ræða Bernhard Esau, sem í ljós kom árið 2019 að hafði tekið þátt í því að afhenda Samherja hestamakrílskvóta gegn háum peningagreiðslum frá íslensku útgerðinni. Þessar greiðslur eru til rannsóknar sem mútugreiðslur á Íslandi og í Namibíu. Esau er einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Esau gekk meðal annars undir viðurnefninu „Stóri maðurinn“ (e. Big man) og er vísað til hans með …
Athugasemdir