Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samningar undirritaðir á áttunda tímanum og verkföllum BSRB aflýst

Um sjö þús­und fé­lag­ar í BS­BR fá sátt­ar­greiðslu upp á 105 þús­und krón­ur, sem kost­ar yf­ir 700 millj­ón­ir króna, til við­bót­ar við 35 þús­und króna mán­að­ar­lega launa­hækk­un og 131 þús­und króna des­em­berupp­bót.

Samningar undirritaðir á áttunda tímanum og verkföllum BSRB aflýst
Formaður Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir það hafa verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins. Mynd: Hari

Mánaðarlaun félagsfólks ellefu aðildarfélaga BSRB, alls um 7.000 manns, munu hækka um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þeirra verður 131 þúsund krónur eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í morgun.

Launahækkunin gildir frá 1. apríl og sérstök sáttargreiðsla upp á 105 þúsund krónur verður greidd til þeirra sem samningurinn nær til vegna fyrstu þriggja mánaða ársins. Samningurinn gildir til skamms tíma, eða 31. mars á næsta ári. 

Samningurinn, sem er á milli ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, var undirritaður á áttunda tímanum í morgun eftir samningafund sem stóð í 14 klukkutíma. Verkfallsaðgerðum 2.500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur samhliða verið aflýst.

Í tilkynningu frá BSBR er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, að það hafi verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins. Margt jákvætt megi finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti.“

Ekki gengið að kröfum sem voru ófrávíkjanlegar

Í um fjórar vikur hafa verkföll um 2.500 félagsmanna BSRB sem starfa í leikskólum, íþróttamannvirkjum og víðar í nokkrum sveitarfélögum, raskað lífi almennings. Stéttarfélagið og Samband íslenskra sveitarfélaga höfðu ekki náð saman í deilu um kjör fólksins.

BSRB gerði kröfu um 128.000 króna eingreiðslu fyrir 7.000 félagsmenn sem fengu minna greitt á fyrstu mánuðum ársins en fólk í sömu störfum sem er í Starfsgreinasambandinu. BSRB sagði kröfuna ófrávíkjanlega en Samband íslenskra sveitarfélaga vildi ekki gangast við kröfunni þar sem hún rímaði ekki við kjarasamninginn sem gerður var við BSRB árið 2020. 

Á endanum náðist sátt um þennan lið þar sem greidd var 105 þúsund króna sáttargreiðsla sem kostar sveitarfélögin um 735 milljónir króna. Ef gengið hefði verið að kröfu BSBR hefði kostnaðurinn verið nálægt 900 milljónum króna. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hannes Og Hanna skrifaði
    gott aaa[ b'ui[ a[ semj
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "þar sem greidd var 105 þúsund króna sáttargreiðsla.."
    Tveggja daga laun miðlungs bæjarstjóra. En laun þeirra lúta öðrum lögmálum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár