Fjórir stjórnarmenn Alvotech, sem tengdir eru hluthöfum lyfjafyrirtækisins, hafa afsalað sér kaupréttum í fyrirtækinu sem stjórnin hefur heimild til að veita. Um er að ræða fjóra af átta stjórnarmönnum Alvotech, þá Róbert Wessman, Árna Harðarson, Tomas Ekman og Faysal Kalmoua.
Fjórir af stjórnarmönnunum munu hins vegar þiggja kaupréttina. Þetta eru þau Ann Merchant, Lisa Graver, Linda McGoldrick og Richard Davies. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Alvotech veitir kauprétti í félaginu.
Íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal fjárfesta í Alvotech.
„Stapi lífeyrissjóður kaus gegn tillögu um hvatakerfi fyrir stjórnarmenn hjá Alvotech“
Hvatakerfi samþykkt á krítískum tíma
Þetta gerist eftir að hlutabréfaverð félagsins lækkaði mikið í kjölfar þess að bandaríska …
Athugasemdir