Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.

Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
Engin aðkoma eða eftirlit Íslenska stjórnvöld hafa ekki beina aðkomu að eða sinna eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni á Kárhóli. Þetta kemur fram í svörum frá Áslaugu Örnu Sigubjörnsdóttur ráðherra. Mynd: xd.is

Íslensk stjórnvöld hafa ekki eftirlit með eða beina aðkomu að rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Starfsemi umræddrar rannsóknarmiðstöðvar byggir hins vegar á formlegu samstarfi íslenska og kínverska ríkisins og það er kínverska ríkisstofnunin, Heimskautastofnun Kína, sem rekur hana. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við spurningum þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar, sem birt var á vef Alþingis í gær.  

Í svarinu segir Áslaug Arna meðal annars: „Íslensk stjórnvöld hafa ekki beina aðkomu að rekstri rannsóknamiðstöðvarinnar á Kárhóli. Rannsóknamiðstöðin er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Aurora Observatory sem gert hefur leigusamning við Heimskautastofnun Kína. Rekstur og viðhald fasteignarinnar er í höndum sjálfseignarstofnunarinnar en umsjón og viðhald með þeim tækjabúnaði sem þar er, er í höndum starfsfólks Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Heimildin hefur fjallað um rannsóknarmiðstöðina síðustu mánuði. 

„Íslensk stjórnvöld hafa ekki beint eftirlit með starfsemi rannsóknamiðstöðvarinnar á Kárhóli.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

NATO hefur lýst áhyggjum

Eins og Heimildin hefur greint frá hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) lýst yfir áhyggjum af starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar. Þær byggjast á því að hægt sé að nota rannsóknarmiðstöðina til að stunda iðnaðarnjósnir. 

Í svari frá NATO í Brussel sagði upplýsingafulltrúi bandalagsins aðspurður um þetta: „Aðildarríki NATO eiga í víðtækum samskiptum á sviði öryggismála, meðal annars hvað varðar fjárfestingar annarra ríkja sem ekki eru í NATO. Varðandi spurningar um sértæk atriði á Íslandi þá bendi ég þér á ríkisstjórn Íslands.“ NATO svaraði spurningunni því ekki beint.

Utanríkisráðuneytið svaraði því til að Ísland ætti í samstarfi og samvinnu við bandalagsríki en ekki væri hægt að ræða um eðli samskiptanna við aðila eins og NATO. „Íslensk stjórnvöld eiga í náinni samvinnu og samráði við helstu vina- og bandalagsríki, meðal annars um fjárfestingar og starfsemi annarra ríkja, með það að markmiði að skýrt stöðumat sé til staðar á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt eru slík samtöl bundin trúnaði.“

Þá hafa önnur ríki einnig lýst yfir áhyggjum vegna rannsóknarmiðstöðvarinnar. Sérfræðingur í þjóðaröryggismálum, Gregory Falco, sagði til dæmis við Heimildina í byrjun apríl: „Í mínum huga er það of mikil tilviljun að Kína sé með rannsóknarmiðstöð einmitt á þeim stað sem hentar best til að sinna þessu eftirliti.“

Ekkert sérstakt eftirlit

Í svari Áslaugar Örnu kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekkert sérstakt eftirlit með starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar, frekar en með sambærilegri rannsóknarmiðstöð Japans hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki beint eftirlit með starfsemi rannsóknamiðstöðvarinnar á Kárhóli fremur en öðrum vöktunarrannsóknum sem innlendir og erlendir aðilar framkvæma á hverju ári á Íslandi. Til samanburðar má nefna að Heimskautastofnun Japans hefur um áratugaskeið rekið tvær norðurljósarannsóknastöðvar á Íslandi sem ekki hefur verið haft sérstakt eftirlit með.

Áslaug Arna segir enn frekar að færa eigi tækjabúnað heimskautamiðstöðvar Japans í stöðina á Kárhóli síðar á þessu ári. „Þess má geta að gert er ráð fyrir að tækjabúnaður japönsku heimskautastofnunarinnar sem er á Norðurlandi verði færður að rannsóknamiðstöðinni á Kárhóli síðar á þessu ári sem mun efla starfsemi stofnunarinnar. Þess má einnig geta að allur sá tækjabúnaður sem er til staðar á Kárhóli var fluttur inn af Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og er í samræmi við tækjabúnað sambærilegra rannsóknastöðva.

Andrés Ingi Jónsson segir við Heimildina að hann bíði nú eftir svörum frá Þórdísi Gylfadóttur utanríkisráðherra um rannsóknarmiðstöðina. Hann spurði þrjá ráðherra spurninga um hana og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var fyrst til svara. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þetta svar er óskiljanlegt. Ég get ekki imyndað mér annað en að bandaríska leyniþjónustan hafi nákvæmt eftirlit með starfsemi kínverja á Íslandi. Ætlar konan að halda því fram að íslendingar hafi enga hugmynd um það sem hér er að gerast? Hvers vegna erum við í NATO ef við erum svo heimsk að við fylgjumst ekki með hvað aðrar þjóðir eru að gera hér á landi.
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Hún veit það vel en er bannað að tjá sig um það. Vellýgni Bjarni stjórnar alfarið okkar spillta alþingi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kína og Ísland

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
FréttirKína og Ísland

Ís­land gerði ekk­ert mat á starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kína út frá þjóðarör­yggi

Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að eng­ar heim­ild­ir séu til í ís­lensk­um lög­um sem heim­ila eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöðv­um eins og þeirri sem heim­skautamið­stöð Kína og Ís­land reka á Kár­hóli. Hún seg­ir að sam­skipti Ís­lands við NATO um mið­stöð­ina séu háð trún­aði.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
FréttirKína og Ísland

Þing­mað­ur spyr Katrínu um eft­ir­lit með kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­inni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
FréttirKína og Ísland

Önn­ur ríki hafa áhyggj­ur af norð­ur­ljósamið­stöð Kína á Ís­landi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sókn­ar­mið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sókn­ar­mið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár