Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úkraínski kjúklingurinn þriðjungi ódýrari

Úkraínsk­ar kjúk­linga­bring­ur sem seld­ar hafa ver­ið í lág­vöru­verð­sversl­un­um hafa reynst 700 til 1.100 krón­um ódýr­ari en aðr­ar kjúk­linga­bring­ur. Bráða­birgða­ákvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur er fall­ið úr gildi og fram­leng­ing þess er ekki á dag­skrá Al­þing­is. Markaðs­hlut­deild úkraínsks kjúk­lings er á bil­inu 2 til 3 pró­sent.

Úkraínski kjúklingurinn þriðjungi ódýrari
Tollfrjálsar hænur Íslenskir neytendur þurfa að borga hærra verð fyrir kjúklingakjötið ef hætt verður að flytja inn kjúkling frá Úkraínu. Mynd: Pixabay

Gera má ráð fyrir að íslenskir neytendur þurfi að punga út 700 til 1.100 krónum til viðbótar fyrir hvert kíló kjúklingakjöts sem keypt er í smásölu ef ekki verður lengur hægt að versla úkraínskar kjúklingabringur án tolla. Meðalinnflutningsverð úkraínsks kjúklingakjöts er um 32 prósent lægra en meðalverð annars kjúklingakjöts.

Í drögum að minnisblaði vegna tímabundinna niðurfellingu tolla á vörur frá Úkraínu, sem unnið var í matvælaráðuneytinu og er dagsett 20. mars kemur fram að frá áramótum höfðu verið flutt inn 137 tonn af úrbeinuðu kjúklingakjöti frá Úkraínu, að andvirði tæpra 73 milljóna króna. Meðalinnflutningsverð úkraínska kjúklingsins var um 529 krónur á kíló en meðalverð sambærilegrar vöru, óháð uppruna, var um 697 krónur á kíló, tæplega 32 prósent hærra.

Minni hækkun á fuglakjöti en öðru kjöti

Þá segir í minnisblaðinu að á tímabilinu júní 2022 til febrúar 2023 hafi verð á fuglakjöti hækkað um 5,5 prósent á móti 10,4 prósenta meðalhækkun á öllu kjöti. Erfitt sé að greina hvort og þá hversu mikil áhrif innflutningurinn hafi haft á verðþróun „en ólíklegt er að þau séu veruleg enda um hlutfallslega lítið magn að ræða og margir aðrir þættir sem spila þar inn.“

Í minnisblaðinu segir enn fremur að hingað til hafi kjúklingur frá Úkraínu að því er virðist í litlu mæli hafa ratað óunninn í verslanir. Þó bendi gróf athugun til þess að verð á frosnum kjúklingabringum frá Úkraínu kosti um 1.300 krónur hvert kíló í lágvöruverðsverslun, borið saman við danskar frosnar kjúklingabringur á um 2.000 krónur á kílóið og íslenskar ófrosnar kjúklingabringur á um 2.400 krónur á kílóið. Það þýðir að neytandi þarf að borga annars vegar 35 prósent og hins vegar um 46 prósent hærra verð fyrir kjúklingabringurnar, standi þær úkraínsku ekki til boða.

Takmörkuð markaðshlutdeild

Samkvæmt mati matvælaráðuneytisins má gera ráð fyrir að markaðshlutdeild úkraínsks kjúklingakjöts yrði á bilinu 2 til 3 prósent á markaði hérlendis yfir tólf mánaða tímabil, sé gert ráð fyrir svipaðri þróun á innflutningi og verið hafði fram í mars þegar minnisblaðið var skrifað.

Bráðabirgðaákvæði í tollalögum um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu var samþykkt á Alþingi í júní á síðasta ári. Það féll hins vegar úr gildi um síðustu mánaðamót. Framlenging þess ákvæðis er ekki meðal þeirra mála sem til stendur að afgreiða fyrir þinglok á föstudag, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi lýst þeirri skoðun sinni að það væri skynsamleg ákvörðun. Fleiri stjórnarþingmenn eru á sömu skoðun.

„Ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svo smátt“
Hanna Katrín Friðriksson
þingflokksformaður Viðreisnar

Stjórnarandstöðuþingmenn undrast mjög að málið skuli ekki koma fram og að það sé ekki afgreitt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því á Alþingi í dag að Framsóknarflokkurinn og hluti Sjálfstæðisflokks stæðu gegn málinu. Það rímar við upplýsingar Heimildarinnar. Þá sagði Þorgerður Katrín að hagsmunaöfl í landbúnaði hefðu náð að stoppa málið. Samtök fyrirtækja í landbúnaði hafa enda lýst þeirra skoðun sinni að óvarlegt væri að framlengja tollfrelsið.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag að með því að framlengja ekki tollfrelsisákvæðið skipaði Ísland sér í lítt eftirsóknarverðan sérflokk vestrænna ríkja, nefnilega að með því yrði Ísland eina landið sem ekki veitti táknræna en þó mikilvæga aðstoð við Úkraínu. „Ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svo smátt.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    vær ekki nær að borða hvalkjöt . . .
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ótrúlegt hvað landbúnaðarmafían hefur mikil ítök, og er tilbúin til að leggjast lágt. Kjúklingaframleiðsla engin landbúnaður hendur hreinn og klár iðnaðaður, sem flytur inn mest öll sín aðföng.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár